Innlent

Tímabundinn forstjóri Útlendingastofnunar settur

Rósa Dögg Flosadóttir, nýr forstjóri Útlendingastofnunar.
Rósa Dögg Flosadóttir, nýr forstjóri Útlendingastofnunar.

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Rósu Dögg Flosadóttur lögfræðing í embætti forstjóra Útlendingastofnunar tímabundið í sex mánuði, frá og með 1. júlí til 31. desember 2009. Embættið var laust til setningar vegna framlengds leyfis skipaðs forstjóra til næstu áramóta, að því er kemur fram í tilkynningu.

Fjórar umsóknir bárust um embættið en ein var dregin til baka. Aðrir umsækjendur voru Hreiðar Eiríksson lögfræðingur og Jóhann Baldursson lögfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×