Innlent

Bandormurinn samþykktur

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum, eða bandormurinnnn eins og það er jafnan kallað, var rétt í þessu samþykkt með breytingum frá meirihluta efnahags- og skattanefndar. 31 þingmaður greiddi frumvarpinu atkvæði sitt, en sextán greiddu atkvæði gegn því.

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna gerðu grein fyrir afstöðu sinni til málsins og lögðust gegn því að frumvarpið yrði samþykkt.

„Við höfum ekki trú á því að þetta skili þeim tekjuauka fyrir ríkið sem að er stefnt," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann gagnrýndi jafnframt hvernig hátekjuskatturinn er útfærður í frumvarpinu og að hart væri gengið fram gegn öryrkjum og öldruðum.

„Er þetta ekki ríkisstjórnin sem ætlaði að standa vörð um velferðina," spurði Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Borgarahreyfingarinnar. Hún gagnrýndi niðurskurð í velferðarkerfinu og sagði að frumvarpið væri gert að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kom frumvarpinu til varnar og gagnrýndi stjórnarandstöðuflokkana fyrir að leggjast gegn þessum ráðstöfunum, sem hann sagði nauðsynlegar. Hann furðaði sig á að Sjálfstæðisflokkurinn væri á því stigi tilveru sinnar að vera á móti frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×