Innlent

Fékk glas í andlitið fyrir utan grænmetisstað

Tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að brjóta glas á andliti annars manns með þeim afleiðingum að hann hlaut rúmlega sex sentímetra langan skurð á andliti.

Árásin átti sér stað að nóttu til fyrir utan grænmetisstaðinn Grænan kost við Bergstaðarstræti í október á síðasta ári. Sá sem fyrir árásinni varð krefst rúmlega milljón króna í skaðabætur af hálfu hins tvítuga manns.

Hinn ákærði neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×