Innlent

12,5 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Stefán

Menntamálaráðherra hefur að tillögu tónlistarráðs úthlutað styrkjum úr Tónlistarsjóði fyrir seinni helming þessa árs. Tónlistarsjóði bárust að þessu sinni 101 umsókn frá 93 aðilum. Heildarfjárhæð umsókna nam 76.994.903 kr. Veittir voru styrkir til 68 verkefna að heildarupphæð 12.550.000, að því er kemur fram í tilkynningu.

Síðar á árinu verður auglýst eftir umsóknum vegna verkefna á fyrri hluta næsta árs.

Hægt er að sjá yfirlit yfir styrkþega hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×