Innlent

Lífeyrissjóðir vilja fjármagna framkvæmdir

Kristján Möller.
Kristján Möller.

Lífeyrissjóðirnir eru reiðubúnir til þess að setja 90 til 100 milljarða króna til þess að fjármagna opinberar framkvæmdir næstu fjögur árin. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Arnari Sigurmundssyni, formanni Landssamtaka lífeyrissjóðanna. Blaðið ræðir einnig við Kristján L. Möller samgönguráðherra sem segist fagna aðkomu sjóðanna enda sé hún afar mikilvæg fyrir atvinnulífið. Á meðal framkvæmda sem nefndar eru í blaðinu sem lífeyrissjóðirnir gætu komið eru Vaðlaheiðargöng, tvöföldun hvalfjarðarganga og bygging nýs landsspítala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×