Fleiri fréttir

Vera kann að auglýsa þurfi stöðuna

Setja á Björn Bergsson hæstaréttarlögmann sem sérstakan ríkissaksóknara í málum er varða bankahrunið. Ekkert setningarbréf hefur hins vegar verið gefið út en enginn tímarammi verður á skipun hans. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra gerir ekki ráð fyrir að staðan verði auglýst.

Vinna að tillögum Evu Joly

„Hann ákveður sjálfur sitt hæfi og ég hef ekkert um það að segja," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um vanhæfi Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara.

Gáfu 400.000 krónur til góðs málefnis

„Þetta er mjög góð leið til að enda grunnskólagönguna,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, varaformaður nemendaráðs Háteigsskóla, sem útskrifaðist úr tíunda bekk skólans á miðvikudag. Við það tilefni færðu útskriftarnemarnir styrktarfélaginu Göngum saman, sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum, 400.000 krónur sem þeir söfnuðu í vor.

Ráðherra vill skýr fyrirheit frá hinum

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra telur „óhjákvæmilegt að gefin verði skýr fyrirheit um lækkun hæstu launa, stórhert aðhald í yfirstjórn ríkisins, umtalsverðan sparnað í utanríkisþjónustu og verulega aukinn aga í öllum rekstrarútgjöldum ríkisins, til þess að unnt sé að taka ákvörðun um hver hlutur öryrkja og aldraðra eigi að vera í þeirri þjóðarsátt sem fram undan er“.

Þrefalt met í fjölda fanga hér á landi

Vista hefur þurft allt að sjö gæsluvarðhaldsfanga í lögreglustöðinni við Hverfisgötu á undanförnum dögum, þar sem öll fangelsi landsins eru stappfull

Nýting þorsks ríkisleyndarmál

„Vinnubrögðin varðandi þetta mál eru algjörlega forkastanleg. Með þetta bréf er farið eins og mannsmorð og látið eins og það sé ekki til,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem gagnrýnir málsmeðferð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra hart vegna nýrrar nýtingarstefnu stjórnvalda í þorskveiðum sem Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag.

Verðið betra nú en fyrir ári

Hugsanlegt er að Actavis sé annað þeirra tveggja fyrirtækja sem þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada er að skoða kaup á að öllu leyti eða að hluta standi slíkt til boða.

Enginn Brúðubíll í Kópavogi

„Margar smáar upphæðir gera eina stóra og einhvers staðar verður að spara,“ segir Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogsbæjar. Sýningar Brúðubílsins á gæsluvöllum bæjarins, sem hafa verið fastur liður á sumrin í fjölda ára, hafa verið felldar niður í sumar.

Andvígir vísi að skólagjöldum

„Í samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar er gert ráð fyrir fjárframlagi foreldra til þess að brúa það kostnaðarbil sem þarf til þess að skólastarf í fjórða bekk Hjallastefnunnar við Hjallabraut geti farið fram," segir í bókun Jóns Páls Hallgrímssonar, bæjarfulltrúa Vinstri grænna í Hafnarfirði.

Gunnar tjáir sig ekki um óskir Ómars

Gunnar Birgisson vildi ekki tjá sig um hvað Ómar Stefánsson hefur farið fram á að hann geri. „Ég tjái mig um ekkert um það. Ég mun ræða það á fundi með fulltrúaráði flokksins á mánudagskvöldið og tel ekki rétt að ég tjái mig um það fyrr en þá,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.

Íbúar trufla umferð á Kjalarnesi á morgun

„Það var bara frábær mæting og mikill hugur í fólki,“ segir Hólmar Þór Stefánsson, íbúi á Kjalarnesi og fulltrúi íbúasamtökum og hverfaráði Kjalarness. Í kvöld hittust íbúar Kjalarness til þess að ræða aðgerðaleysi stjórnvalda í málum hverfisins en börnum á svæðinu stafar mikil hætta af umferð um vesturlandsveg. Íbúar krefjast aðgerða.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða skipverja

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í kvöld beiðni um aðstoð frá línuveiðiskipinu Valdimar GK-195 vegna óphapps sem varð þegar skipverjar hugðust sjósetja léttabát skipsins um 90 sjómílur norð-vestur af Öndverðanesi.

Ómar Stefánsson: Ég verð ekki bæjarstjóri

„Ég gerði bara flokknum grein fyrir því hvað hefði farið milli okkar Gunnars og fékk fullan stuðning til þess að halda áfram að vinna að lausn á þessu máli,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi.

Engar ráðstafanir á Íslandi vegna heimsfaraldurs

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu, segir í viðtali við Vísi að yfirlýsing sé væntanleg fyrir hádegi á morgun varðandi viðbrögð embættisins við alheimsfaraldri svínaflensunnar. Enn sem komið er eru engin frekari viðbrögð vegna flensunnar á Íslandi.

Tólf þúsund heimili með mjög þunga greiðslubyrði

Yfir fimm þúsund íslensk heimili skulda svo mikið að níu af hverjum tíu krónum sem heimilisfólk hefur til ráðstöfunar ættu að fara í afborganir lána. Tólf þúsund heimili eru með mjög þunga greiðslubyrði.

Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við viðskiptin 1997

Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur sent frá sér skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann fyrir stofnunina en skýrslan fjallar um viðskipti Frjálsrar miðlunar, fyrirtækis í eigu Brynhildar Gunnarsdóttur Birgissonar, við Lánasjóðinn meðan að Gunnar var stjórnarformaður sjóðsins. Stjórn LÍN hyggst ekki aðhafast frekar í málinu en skýrslan var kynnt fyrir stjórn sjóðsins í dag.

Líklegt að Ómar verði bæjarstjóri

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi vinna nú að því að bjarga meirihlutasamstarfinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Fullyrt er að margt sé uppi á borðinu, að í raun sé verið ð semja nýjan samstarfssamning og að báðir aðilar muni gera kröfur á hinn.

Hæstiréttur staðfestir sekt í DC++ máli

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir níu mönnum í hinu svokallaða DC++ máli. Mennirnir voru upphaflega sakfelldir í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að birta og gera eintök af forritum, kvikmyndum og tónlist á netinu þannig að aðrir gætu nálgast það efni án leyfis rétthafa. Ennfremur var einn ákærða dæmdur fyrir að setja upp og hýsa miðlægan nettengipunkt og hafa með því liðsinnt í verki og hvatt til þess að aðrir ákærðu birtu á netinu í heimildarleysi ólögmæt eintök varin höfundarétti.

Erlend veðmálafyrirtæki mega auglýsa á Íslandi

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2008 sem sýknaði Þórmund Bergsson, framkvæmdastjóra birtingahússins MediaCom, af brotum á lögum um happdrætti í tengslum við auglýsingar sænska veðmálafyrirtækisins Betsson. Miðað við dóminn geta erlend fyrirtæki auglýst fjárhættuspil hér á landi.

Hæstiréttur staðfestir níu ára dóm yfir Þorsteini Kragh

Hæstiréttur Íslands staðfesti níu ára fangelsisdóm yfir fíkniefnasmyglaranum Þorsteini Kragh. Þá fékk Hollendingurinn Jacob Van Hinte sjö og hálft ár. Fimm ára dómur sem hann fékk fyrir fíkniefnainnflutning á Spáni var látinn hafa ítrekunaráhrif hér á landi.

Skert réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega ekki forgangsatriði

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að skera verði niður í öllum ráðuneytum og þar sé félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess engin undantekning en ríkisstjórnin reynir hvað hún getur til að draga úr kostnaði í því erfiða árferði sem nú ríkir í landinu.

Enn ein kannabisræktunin stöðvuð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti enn eina kannabisræktunina í gær þegar 130 kannabisplöntur fundust við húsleit í íbúð í austurbæ Reykjavíkur.

Ráðherra á milljónahlut í Byr

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum.

Gunnar Birgisson vék af bæjarráðsfundi

Gunnar Birgisson vék af bæjarráðsfundi sem stendur yfir núna. Ekki er ljóst nákvæmlega hversvegna en þó er ljóst að verið er að ræða málefni honum tengdum, þá sennilega málefni Frjálsra miðlunar sem er í eigu dóttur hans og eiginmanns hennar.

Vinna við úrbætur á Vesturlandsvegi í fullum gangi

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að úrbætur á Vesturlandsvegi séu í fullum gangi hjá Vegagerðinni. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi yfir umferðaröryggi á svæðinu í morgun. Í síðustu viku munaði litlu að tveir ungir piltar yrðu undir flutningabíl. Kristján segist hafa farið á íbúafund á svæðinu þann 1.apríl og daginn eftir hafi hann gengið í málið með Vegamálastjóra. Stefnt er á að setja undirgöng undir veginn og Kristján hefur óskað eftir því að það verði gert sem allra fyrst.

Stefán skipaður rektor Háskólans á Akureyri

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur að fenginni tilnefningu háskólaráðs Háskólans á Akureyri skipað Stefán B. Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands, í embætti rektors Háskólans á Akureyri.

Óstarfhæf bæjarstjórn í Grindavík

Meirihlutinn í bæjarstjórn Grindavíkur er orðinn að minnihlutastjórn eftir að Samfylkingarmaðurinn Garðar Páll Vignisson sagði sig úr Samfylkingunni og gekk yfir í Vinstri græna.

Taka undir með íbúum á Kjalarnesi

Borgarráð tekur undir með íbúum á Kjalarnesi um að brýnt sé að fara í nauðsynlegar úrbætur á Vesturlandsvegi og mikilvægi þess að umferðaröryggismál verði betur tryggð fyrir akandi og gangandi vegfarendur við þessa fjölförnu umferðaræð. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi í morgun en litlu munaði að stórslys yrði á veginum þegar tveir ungr piltar urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku.

Vélhjólaslys í miðbænum

Maður á vélhjóli lenti óhappi í miðbænum um klukkan hálf þrjú í dag. Að sögn varðstjóra eru málsatvik óljós en sjúkrabílar eru á vettvangi. Ekki er ljóst hvort einhver hafi slasast eða hvað olli slysinu.

Meirihlutinn í Kópavogi riðar til falls

Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Kópavogi riðar til falls. Vaxandi þrýstingur er úr grasrót Sjálfstæðisflokksins að Gunnar Birgisson víki úr stóli bæjarstjóra. Endurskoðendur Deloitte standa við fyrri skýrslu um að viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun séu hugsanlega brot á lögum. Gunnar Birgisson sakar Deloitte um að gera málið tortryggilegt með óstaðfestum fullyrðingum. Lóa Pind Aldísardóttir.

Engin mataraðstoð veitt í júlí

Lokað verður vegna sumarfría bæði hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni í júlímánuði og verður engin mataraðstoð veitt á þeim tíma. Hjálparstarf kirkjunnar lokar í hálfan mánuð yfir rólegasta tímann í sumar.

Treystir á stjórnarþingmenn

Icesave samkomulagið var til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hvort hún hefði gengið úr skugga um það áður en samningamenn settu stafi sína á samkomulagið, að nægjanlegur þingmeirihluti væri fyrir málinu og þá sérstaklega í þingflokki Vinstri grænna. En þar hafa fjórir þingmenn lýst efasemdum sínum um málið og þrír greiddu atkvæði gegn samkomulaginu í þingflokknum.

Krefjast úrbóta á Vesturlandsvegi

Íbúasamtökin á Kjalarnesi ætla að grípa til aðgerða við Vesturlandsveg seinni partinn á morgun. Um táknræn mótmæli verður að ræða en íbúar eru orðnir langrþeyttir á aðgerðarleysi á Vesturlandsvegi. Tveir litlir drengir urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku og var það dropinn sem fyllti mælinn. Marta Guðjónsdóttir formaður hverfaráðs Kjalarness hefur boðað til íbúafundar annað kvöld og vill að samgöngunefnd Alþingis láti sjá sig.

Blikur á lofti í ferðaþjónustu - óþolandi seinagangur

Samtök ferðaþjónustunnar hafa miklar áhyggjur af markaðsmálum og skipulagi þeirra í ferðaþjónustu en „óþolandi seinagangur“ er á stofnun Íslandsstofu sem taka á við markaðsstarfi greinarinnar, að fram kemur í ályktun Samtaka ferðaþjónustunnar.

DV dæmt til þess að greiða skaðabætur

Fyrrverandi blaðamaður DV, Trausti Hafsteinsson, var dæmdur til þess að greiða Áslaugu Herdísi Brynjarsdóttur sjö hundruð þúsund krónur fyrir frétt sem hann skrifaði í DV í ágúst árið 2007. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Ómar Stefánsson: Ég er búinn að taka ákvörðun

„Ég er búinn að taka ákvörðun um það sem mér finnst," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en hann mun hitta fulltrúaráð flokksins í kvöld og ræða við þá um þá stöðu sem er kominn vegna skýrslu Deloiette vegna viðskipta Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar.

ÖBÍ mótmælir lágtekjusköttum

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum yfir bágri stöðu öryrkja og ellilífeyrisþega sem þurfa að treysta á hið opinbera til að geta framfleytt sér og sínum. Fatlað fólk og eldri borgarar nutu ekki hins svokallaða góðæris þar sem uppbygging velferðarkerfisins var ekki í samræmi við velmegun í samfélaginu. Staða fyrrgreindra hópa er mjög þung vegna aukins kostnaðar á nauðsynjum, eins og mat, lyfjum, lækniskostnaði og húsnæði. Mjög margir geta ekki látið enda ná saman.

Tekur undir með Evu Joly og segir Valtý vanhæfan

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tekur undir gagnrýni Evu Joly, fyrrverandi rannsóknardómara í Frakklandi, varðandi rannsókn yfirvalda á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, sé vanhæfur í starfi.

„Ríkisstjórnin er stórhættuleg“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tókst á í upphafi þingfundar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir