Innlent

Skert réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega ekki forgangsatriði

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að skera verði niður í öllum ráðuneytum og þar sé félagsmálaráðuneytið og stofnanir þess engin undantekning en ríkisstjórnin reynir hvað hún getur til að draga úr kostnaði í því erfiða árferði sem nú ríkir í landinu.

Ein þeirra leiða sem hugsanlega koma til greina við að draga úr kostnaði ríkisins er frekari tekjutenging örorkubóta. Sú leið hefur mætt harðri andstöðu öryrkja.

„Það er ekki forgangsatriði í þessari ríkisstjórn að skerða réttindi öryrkja- og ellilífeyriþega. Við erum að vinna með þeim og öðrum hagsmunaaðilum í þeim tilgangi að finna réttann flöt á þessum málum. Þetta er einungis ein leið sem nefnd hefur verið í þessum málum.“

Auk þess segir Árni að almennilegt aðhald annars staðar í ríkisrekstrinum, ráðuneytum og öðrum stofnunum, verður að vera sjáanlegt áður en við förum út í slíkar aðgerðir sem hér um ræðir þar sem þær eru alvarlegar og samræmist ekki stefnu ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×