Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við viðskiptin 1997 11. júní 2009 20:28 Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur sent frá sér skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann fyrir stofnunina en skýrslan fjallar um viðskipti Frjálsrar miðlunar, fyrirtækis í eigu Brynhildar Gunnarsdóttur Birgissonar, við Lánasjóðinn meðan að Gunnar var stjórnarformaður sjóðsins. Stjórn LÍN hyggst ekki aðhafast frekar í málinu en skýrslan var kynnt fyrir stjórn sjóðsins í dag. Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við viðskiptin árið 1997. Í skýrslunni kemur fram að viðskipti LÍN við Frjálsa miðlun námu 11,3 milljónum króna á tímabilinu 1992-1998 og voru lagðir fram 40 reikningar frá Frjálsri miðlun. Í skýrslunni segir að reikningarnir sýni fram á að Frjáls miðlun hafi raunverulega innt af hendi vinnu fyrir Lín. Hinsvegar er ekki hægt að bera verð þjónustu Frjálsrar miðlunar við þjónustu samkeppnisaðila þar sem ekki hafi verið leitað verðtilboða. Því er ekki hægt að fullyrða að hægt hafi verið að fá þjónustuna á betri kjörum. Ríkisendurskoðun annaðist endurskoðun fyrir LÍN á þeim árum sem um ræðir. Við endurskoðun vegna ársins 1997 sem meðal annars var gerð grein fyrir í endurskoðunarskýrslu frá því í ágúst 1998 var talin ástæða til að gera athugasemdir við þessi viðskipti. Athugasemdin er svohljóðandi: „Nokkuð er um að LÍN kaupi auglýsingar í blöð ýmissa stúdentasamtaka. LÍN hefur látið Frjálsa miðlun útbúa auglýsingafilmur í hin ýmsu stúdentablöð. Á árinu 1997 lagði fyrirtækið fram reikninga vegna alls 13 auglýsinga. Nam kostnaðurinn alls tæplega 1,3 milljónum króna. Þar sem ekki er nauðsynlegt að útbúa svo margar auglýsingar, en þær voru margar hverjar nánast eins, telur Ríkisendurskoðun kostnaðinn óþarflega háan." Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þáverandi framkvæmdastjóra var gefinn kostur á að tjá sig um málið. Hann sagðist ekki muna hvernig það bar að að LÍN ætti viðskipti við Frjálsa miðlun þar sem langt væri um liðið frá því að viðskiptin áttu sér stað. Hann lagði þó áherslu á að stærstu viðskiptin samfara útgáfu bæklinga hefðu aðeins átt sér stað fyrstu árin en síðan hafi LÍN séð um þann þátt sjálfur. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur sent frá sér skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann fyrir stofnunina en skýrslan fjallar um viðskipti Frjálsrar miðlunar, fyrirtækis í eigu Brynhildar Gunnarsdóttur Birgissonar, við Lánasjóðinn meðan að Gunnar var stjórnarformaður sjóðsins. Stjórn LÍN hyggst ekki aðhafast frekar í málinu en skýrslan var kynnt fyrir stjórn sjóðsins í dag. Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við viðskiptin árið 1997. Í skýrslunni kemur fram að viðskipti LÍN við Frjálsa miðlun námu 11,3 milljónum króna á tímabilinu 1992-1998 og voru lagðir fram 40 reikningar frá Frjálsri miðlun. Í skýrslunni segir að reikningarnir sýni fram á að Frjáls miðlun hafi raunverulega innt af hendi vinnu fyrir Lín. Hinsvegar er ekki hægt að bera verð þjónustu Frjálsrar miðlunar við þjónustu samkeppnisaðila þar sem ekki hafi verið leitað verðtilboða. Því er ekki hægt að fullyrða að hægt hafi verið að fá þjónustuna á betri kjörum. Ríkisendurskoðun annaðist endurskoðun fyrir LÍN á þeim árum sem um ræðir. Við endurskoðun vegna ársins 1997 sem meðal annars var gerð grein fyrir í endurskoðunarskýrslu frá því í ágúst 1998 var talin ástæða til að gera athugasemdir við þessi viðskipti. Athugasemdin er svohljóðandi: „Nokkuð er um að LÍN kaupi auglýsingar í blöð ýmissa stúdentasamtaka. LÍN hefur látið Frjálsa miðlun útbúa auglýsingafilmur í hin ýmsu stúdentablöð. Á árinu 1997 lagði fyrirtækið fram reikninga vegna alls 13 auglýsinga. Nam kostnaðurinn alls tæplega 1,3 milljónum króna. Þar sem ekki er nauðsynlegt að útbúa svo margar auglýsingar, en þær voru margar hverjar nánast eins, telur Ríkisendurskoðun kostnaðinn óþarflega háan." Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þáverandi framkvæmdastjóra var gefinn kostur á að tjá sig um málið. Hann sagðist ekki muna hvernig það bar að að LÍN ætti viðskipti við Frjálsa miðlun þar sem langt væri um liðið frá því að viðskiptin áttu sér stað. Hann lagði þó áherslu á að stærstu viðskiptin samfara útgáfu bæklinga hefðu aðeins átt sér stað fyrstu árin en síðan hafi LÍN séð um þann þátt sjálfur.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira