Innlent

Ólafur F. vill aðgerðir strax á Kjalarnesi

Ólafur F. vill aðgerðir á Kjalarnesi.
Ólafur F. vill aðgerðir á Kjalarnesi.

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, segir að þörf sé á aðgerðum á Kjalarnesi strax og ekki eigi að „svæfa málið í nefnd“.

Íbúar á Kjalarnesi fara fram á að gerð verði undirgöng undir Vesturlandsveg vegna þeirrar gífurlegu hættu sem börnum stafar af umferð á veginum. Fundur verður haldið um málið í kvöld meðal íbúa á Kjalarnesi.

Ólafur segist lengi hafa beitt sér fyrir úrbótum í umferðaröryggismálum og eyðingu svartbletta, til að mynda með tillögu sinni í borgarráði um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngutengsla í höfuðborginni.

„Á sama hátt lýsi ég áhyggjum mínum af þeim sofandahætti sem ríkir í þessum málum hjá borgarfulltrúum meirihlutans, en þar á bæ hika menn ekki við að svæfa brýn umferðaröryggismál mánuðum og jafnvel árum saman.  Af þessu tilefni lagði ég fram svohljóðandi bókun á fundi borgarráðs í morgun:

Loks skorar borgarráð á ríkisstjórn og Vegagerðina að ganga nú þegar til viðræðna við Reykjavíkurborg um tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes alla leið frá Ártúnsbrekku að Hvalfjarðargöngum. Þá sé brýnt að öll umferðartengsl byggðar á Kjalarnesi við Vesturlandsveg verði mislæg hið fyrsta. Eyðing svartbletta og fækkun slysa í umferðinni hljóti að hafa forgang umfram jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu sem annars staðar á landinu,“ segir í yfirlýsingu frá Ólafi.

Tillögu Ólafs var vísað til umhverfis- og samgönguráðs en hann segir að samkvæmt fyrri reynslu sinni gæti það þýtt að tillagan yrði svæfð í ráðinu næstu 10 mánuðina og að lokum kæmu frá því allt of rýrar tillögur. Slíka meðferð hafi tillaga hans um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngutengsla í borginni fengið en hana lagði hann fram í borgarráði 25. apríl 2008.

„Eins og fram kemur í tillögu minni frá 28. maí sl. er þar lögð rík áhersla á skjótar aðgerðir til úrbóta á umferðaröryggismálum á Kjalarnesi. Enn og aftur skal ítrekað að slíkar aðgerðir eru mun fljótunnari og hagkvæmari í framkvæmd en jarðgangagerð, sem hlýtur að koma aftar í forgangsröðuninni.“


Tengdar fréttir

Taka undir með íbúum á Kjalarnesi

Borgarráð tekur undir með íbúum á Kjalarnesi um að brýnt sé að fara í nauðsynlegar úrbætur á Vesturlandsvegi og mikilvægi þess að umferðaröryggismál verði betur tryggð fyrir akandi og gangandi vegfarendur við þessa fjölförnu umferðaræð. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi í morgun en litlu munaði að stórslys yrði á veginum þegar tveir ungr piltar urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku.

Krefjast úrbóta á Vesturlandsvegi

Íbúasamtökin á Kjalarnesi ætla að grípa til aðgerða við Vesturlandsveg seinni partinn á morgun. Um táknræn mótmæli verður að ræða en íbúar eru orðnir langrþeyttir á aðgerðarleysi á Vesturlandsvegi. Tveir litlir drengir urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku og var það dropinn sem fyllti mælinn. Marta Guðjónsdóttir formaður hverfaráðs Kjalarness hefur boðað til íbúafundar annað kvöld og vill að samgöngunefnd Alþingis láti sjá sig.

Vinna við úrbætur á Vesturlandsvegi í fullum gangi

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að úrbætur á Vesturlandsvegi séu í fullum gangi hjá Vegagerðinni. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi yfir umferðaröryggi á svæðinu í morgun. Í síðustu viku munaði litlu að tveir ungir piltar yrðu undir flutningabíl. Kristján segist hafa farið á íbúafund á svæðinu þann 1.apríl og daginn eftir hafi hann gengið í málið með Vegamálastjóra. Stefnt er á að setja undirgöng undir veginn og Kristján hefur óskað eftir því að það verði gert sem allra fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×