Innlent

Engar ráðstafanir á Íslandi vegna heimsfaraldurs

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu, segir í viðtali við Vísi að yfirlýsing sé væntanleg fyrir hádegi á morgun varðandi viðbrögð embættisins við alheimsfaraldri svínaflensunnar. Enn sem komið er eru engin frekari viðbrögð vegna flensunnar á Íslandi.

Haraldur segir ennfremur að það hafi blasað við í nokkurn tíma að um alheimsfaraldur sé að ræða og nú geti lyfjaframleiðendur einbeitt sér að framleiðslu bóluefnis fyrir flensunni. Það gátu þeir ekki gert fyrr en opinber yfirlýsing um alheimsfaraldur lá fyrir en Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna hefur unnið að framleiðslu bóluefnis sem á að virka á veiruna.

„Það er óbreytt staða á Íslandi og engar frekari ráðstafanir að svo stöddu en eins og áður segir er væntanleg yfirlýsing frá embættinu á morgun," sagði Haraldur.

Ekki er vitað um að ný svínaflensutilfelli hafa komið upp á Íslandi.






Tengdar fréttir

Inflúensan orðin að alheimsfaraldi

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint H1N1-inflúensuna sem alheimsfaraldur en þetta þýðir að flensan breiðast nú hratt út og í að minnsta kosti tveim heimsálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×