Innlent

Gáfu 400.000 krónur til góðs málefnis

Nemar í 10. bekk Háteigsskóla sem vildu láta gott af sér leiða. Fréttablaðið/Stefán
Nemar í 10. bekk Háteigsskóla sem vildu láta gott af sér leiða. Fréttablaðið/Stefán

„Þetta er mjög góð leið til að enda grunnskólagönguna,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, varaformaður nemendaráðs Háteigsskóla, sem útskrifaðist úr tíunda bekk skólans á miðvikudag. Við það tilefni færðu útskriftarnemarnir styrktarfélaginu Göngum saman, sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum, 400.000 krónur sem þeir söfnuðu í vor.

Að sögn Kolfinnu var fjárins aflað á ýmsan máta. Nemarnir héldu kökubasar og áheitanótt, þar sem þeir stunduðu íþróttir í stað þess að sofa, seldu sérhannaða boli og gerðu heimildarmynd um brjóstakrabbamein sem áhorfendur borguðu sig inn á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×