Innlent

Taka undir með íbúum á Kjalarnesi

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í Reykjavík.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í Reykjavík.
Borgarráð tekur undir með íbúum á Kjalarnesi um að brýnt sé að fara í nauðsynlegar úrbætur á Vesturlandsvegi og mikilvægi þess að umferðaröryggismál verði betur tryggð fyrir akandi og gangandi vegfarendur við þessa fjölförnu umferðaræð. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi í morgun en litlu munaði að stórslys yrði á veginum þegar tveir ungr piltar urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku.

„Borgarráð ítrekar mikilvægi þess að hraðað verði framkvæmdum við Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi á veginum Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag bókun vegna umferðarmála við Kjalarnes: Borgarráð ítrekar mikilvægi þess að Vegagerð ríkisins hraði framkvæmdum við Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi á veginum," segir í fréttinni.

Þá segir einnig að vegagerð ríkisins sé veghaldari þjóðvegarins og beri ábyrgð á framkvæmdum við hann. Lögð sé áhersla á að vinnu við gerð undirganga undir þjóðveginn á móts við Fólkvang verði hraðað og aðrar ráðstafanir verði gerðar til að tryggja öryggi gagnvart umferð á veginum.

„Ennfremur mun Reykjavíkurborg beita sér fyrir því að eftirlit með umferðarhraða, samhliða hraðahindrandi aðgerðum, verði aukið í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu."




Tengdar fréttir

Krefjast úrbóta á Vesturlandsvegi

Íbúasamtökin á Kjalarnesi ætla að grípa til aðgerða við Vesturlandsveg seinni partinn á morgun. Um táknræn mótmæli verður að ræða en íbúar eru orðnir langrþeyttir á aðgerðarleysi á Vesturlandsvegi. Tveir litlir drengir urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku og var það dropinn sem fyllti mælinn. Marta Guðjónsdóttir formaður hverfaráðs Kjalarness hefur boðað til íbúafundar annað kvöld og vill að samgöngunefnd Alþingis láti sjá sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×