Innlent

Stefán skipaður rektor Háskólans á Akureyri

Stefán B. Sigurðsson.
Stefán B. Sigurðsson.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur að fenginni tilnefningu háskólaráðs Háskólans á Akureyri skipað Stefán B. Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands, í embætti rektors Háskólans á Akureyri.

Alls bárust sex umsóknir um starfið. Einni umsókn var vísað frá þar sem viðkomandi hafði ekki lokið doktorsprófi, eins og auglýsing gerði að skilyrði. Stefán var metinn hæfastur.

Stefán tekur við sem rektor 1. júlí og er skipunin til fimm ára. Hann tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem gegndi embætti rektors í tæp 15 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×