Innlent

Ómar Stefánsson: Ég verð ekki bæjarstjóri

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Ómar Stefánsson ætlar ekki að setjast í bæjarstjórastól að svo stöddu.
Ómar Stefánsson ætlar ekki að setjast í bæjarstjórastól að svo stöddu.

„Ég gerði bara flokknum grein fyrir því hvað hefði farið milli okkar Gunnars og fékk fullan stuðning til þess að halda áfram að vinna að lausn á þessu máli," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi.

Rétt í þessu var fundi að ljúka hjá fulltrúaráði framsóknarlokksins í Kópavogi þar sem atburðir undanfarinna daga voru ræddir.

Ómar vildi ekki fara nánar út í niðurstöðu fundarins en sagði að hann hefði verið góður og mikil samstaða ríkt. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að líklegt væri að Ómar yrði bæjarstjóri í stað Gunnars Birgissonar. Ómar þvertekur fyrir það. „Ég verð ekki bæjarstjóri. Ég stefni hinsvegar að því að verða bæjarstjóri árið 2010," segir Ómar og bætir við að það sé hluti af hans langtímamarkmiðum.

Aðspurður hvort að hann geri kröfu um að Gunnar Birgisson víki úr sæti svaraði Ómar: „Þú verður ræða við Gunnar hvað fór okkar á milli." Aðspurður hvort hann teldi líklegt að Gunnar myndi eftir sem áður sitja sem bæjarfulltrú vísaði Ómar í fyrra svar og bætti við: „Ég kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn í þessum bæjarstjórnarkosningum svo það er þeirra að ráða úr þeirra þætti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×