Tekur undir með Evu Joly og segir Valtý vanhæfan Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. júní 2009 10:53 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tekur undir gagnrýni Evu Joly, fyrrverandi rannsóknardómara í Frakklandi, varðandi rannsókn yfirvalda á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, sé vanhæfur í starfi. Eva Joly hefur gagnrýnt rannsóknina og sagt að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir að vera þrír. Þá vill hún að Valtýr víki sem saksóknari vegna þess að sonur hans sé annar tveggja forstjóra Exista. „Ég get tekið undir allt sem sem fram hefur komið frá Evu Joly og ég hef heyra hana segja um það sem vantar upp á starfsaðstöðu og skipaðir verði þrír sérstakir saksóknarar varðandi bankana. Ég get líka tekið undir það sem hún segir varðandi vanhæfi ríkissaksóknara og á því verður að taka," sagði Jóhanna þegar hún svaraði fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur á Alþingi í dag. Jóhanna sagði ríkisstjórnina gera allt sem í hennar valdi standi til að tryggja Evu Joly þá starfsaðstöðu sem hún telji sig þurfa. Fullkomin samstaða sé um málið innan ríkisstjórnarinnar. Tengdar fréttir Einkaflugeldasýning Evu Joly Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir það af og frá að hann ætli að biðjast lausnar en Eva Joly sagði í gær að hann ætti að víkja úr embætti. Eva sagði Valtý vanhæfan í starfi þar sem sonur hans sé einn af lykilstjórnendum í einu af þeim félögum sem verið sé að rannsaka. 11. júní 2009 09:33 Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01 Starfar ekki fyrir grunaða í rannsókn bankahrunsins „Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti ríkissaksóknara. 10. júní 2009 21:53 Lagt á ráðin um áframhaldandi störf Evu Joly Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara áttu fyrr í dag áformaðan og reglubundinn fund með Evu Joly sem gegnir hlutverki ráðgjafa við embættið. Fundurinn var árangursríkur og var meðal annars lagt á ráðin um áframhaldandi störf hennar fyrir embættið og ráðgjafa á hennar vegum. 10. júní 2009 16:23 Mannekla hamlar rannsókn Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að fjölga þurfi starfsmönnum embættisins um helming „að minnsta kosti". Vegna fjölskyldutengsla Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara undirbýr dómsmálaráðherra lagabreytingu til að setja sérstakan ríkissaksóknara, sem annast mál sem frá embætti Ólafs koma. Björn Bergsson hæstaréttardómari mun gegna stöðunni. 11. júní 2009 00:01 Eva Joly hótar að hætta - Saksóknari fundar með henni á morgun Sérstakur saksóknari fundaði í morgun með Evu Joly en samkvæmt heimildum Vísis er það meðal annars vegna óánægju hennar í starfi en hún hefur hótað að hætta störfum. Ekki er ljóst hvar þessi óánægja liggur. 10. júní 2009 14:13 Eva Joly vill Valtý úr embætti ríkissaksóknara Eva Joly er ekki að hætta sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún stillir stjórnvöldum upp við vegg; vill að meiri peningum sé dælt í rannsókn á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki. 10. júní 2009 18:40 Björn verður ríkissaksóknari í málum bankahrunsins Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætlar að skipa Björn Bergsson hæstaréttarlögmann sem ríkissaksóknara í öllum málum sem varða bankahrunið, þetta kemur fram á Mbl.is. Þar segir jafnframt að Valtýr Sigurðsson hafi lýst sig vanhæfan en vegna lagalegra annmarka dregist að skipa annan í hans stað. 10. júní 2009 19:32 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tekur undir gagnrýni Evu Joly, fyrrverandi rannsóknardómara í Frakklandi, varðandi rannsókn yfirvalda á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, sé vanhæfur í starfi. Eva Joly hefur gagnrýnt rannsóknina og sagt að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir að vera þrír. Þá vill hún að Valtýr víki sem saksóknari vegna þess að sonur hans sé annar tveggja forstjóra Exista. „Ég get tekið undir allt sem sem fram hefur komið frá Evu Joly og ég hef heyra hana segja um það sem vantar upp á starfsaðstöðu og skipaðir verði þrír sérstakir saksóknarar varðandi bankana. Ég get líka tekið undir það sem hún segir varðandi vanhæfi ríkissaksóknara og á því verður að taka," sagði Jóhanna þegar hún svaraði fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur á Alþingi í dag. Jóhanna sagði ríkisstjórnina gera allt sem í hennar valdi standi til að tryggja Evu Joly þá starfsaðstöðu sem hún telji sig þurfa. Fullkomin samstaða sé um málið innan ríkisstjórnarinnar.
Tengdar fréttir Einkaflugeldasýning Evu Joly Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir það af og frá að hann ætli að biðjast lausnar en Eva Joly sagði í gær að hann ætti að víkja úr embætti. Eva sagði Valtý vanhæfan í starfi þar sem sonur hans sé einn af lykilstjórnendum í einu af þeim félögum sem verið sé að rannsaka. 11. júní 2009 09:33 Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01 Starfar ekki fyrir grunaða í rannsókn bankahrunsins „Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti ríkissaksóknara. 10. júní 2009 21:53 Lagt á ráðin um áframhaldandi störf Evu Joly Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara áttu fyrr í dag áformaðan og reglubundinn fund með Evu Joly sem gegnir hlutverki ráðgjafa við embættið. Fundurinn var árangursríkur og var meðal annars lagt á ráðin um áframhaldandi störf hennar fyrir embættið og ráðgjafa á hennar vegum. 10. júní 2009 16:23 Mannekla hamlar rannsókn Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að fjölga þurfi starfsmönnum embættisins um helming „að minnsta kosti". Vegna fjölskyldutengsla Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara undirbýr dómsmálaráðherra lagabreytingu til að setja sérstakan ríkissaksóknara, sem annast mál sem frá embætti Ólafs koma. Björn Bergsson hæstaréttardómari mun gegna stöðunni. 11. júní 2009 00:01 Eva Joly hótar að hætta - Saksóknari fundar með henni á morgun Sérstakur saksóknari fundaði í morgun með Evu Joly en samkvæmt heimildum Vísis er það meðal annars vegna óánægju hennar í starfi en hún hefur hótað að hætta störfum. Ekki er ljóst hvar þessi óánægja liggur. 10. júní 2009 14:13 Eva Joly vill Valtý úr embætti ríkissaksóknara Eva Joly er ekki að hætta sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún stillir stjórnvöldum upp við vegg; vill að meiri peningum sé dælt í rannsókn á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki. 10. júní 2009 18:40 Björn verður ríkissaksóknari í málum bankahrunsins Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætlar að skipa Björn Bergsson hæstaréttarlögmann sem ríkissaksóknara í öllum málum sem varða bankahrunið, þetta kemur fram á Mbl.is. Þar segir jafnframt að Valtýr Sigurðsson hafi lýst sig vanhæfan en vegna lagalegra annmarka dregist að skipa annan í hans stað. 10. júní 2009 19:32 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Einkaflugeldasýning Evu Joly Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir það af og frá að hann ætli að biðjast lausnar en Eva Joly sagði í gær að hann ætti að víkja úr embætti. Eva sagði Valtý vanhæfan í starfi þar sem sonur hans sé einn af lykilstjórnendum í einu af þeim félögum sem verið sé að rannsaka. 11. júní 2009 09:33
Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01
Starfar ekki fyrir grunaða í rannsókn bankahrunsins „Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti ríkissaksóknara. 10. júní 2009 21:53
Lagt á ráðin um áframhaldandi störf Evu Joly Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara áttu fyrr í dag áformaðan og reglubundinn fund með Evu Joly sem gegnir hlutverki ráðgjafa við embættið. Fundurinn var árangursríkur og var meðal annars lagt á ráðin um áframhaldandi störf hennar fyrir embættið og ráðgjafa á hennar vegum. 10. júní 2009 16:23
Mannekla hamlar rannsókn Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að fjölga þurfi starfsmönnum embættisins um helming „að minnsta kosti". Vegna fjölskyldutengsla Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara undirbýr dómsmálaráðherra lagabreytingu til að setja sérstakan ríkissaksóknara, sem annast mál sem frá embætti Ólafs koma. Björn Bergsson hæstaréttardómari mun gegna stöðunni. 11. júní 2009 00:01
Eva Joly hótar að hætta - Saksóknari fundar með henni á morgun Sérstakur saksóknari fundaði í morgun með Evu Joly en samkvæmt heimildum Vísis er það meðal annars vegna óánægju hennar í starfi en hún hefur hótað að hætta störfum. Ekki er ljóst hvar þessi óánægja liggur. 10. júní 2009 14:13
Eva Joly vill Valtý úr embætti ríkissaksóknara Eva Joly er ekki að hætta sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún stillir stjórnvöldum upp við vegg; vill að meiri peningum sé dælt í rannsókn á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki. 10. júní 2009 18:40
Björn verður ríkissaksóknari í málum bankahrunsins Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætlar að skipa Björn Bergsson hæstaréttarlögmann sem ríkissaksóknara í öllum málum sem varða bankahrunið, þetta kemur fram á Mbl.is. Þar segir jafnframt að Valtýr Sigurðsson hafi lýst sig vanhæfan en vegna lagalegra annmarka dregist að skipa annan í hans stað. 10. júní 2009 19:32