Innlent

Tekur undir með Evu Joly og segir Valtý vanhæfan

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tekur undir gagnrýni Evu Joly, fyrrverandi rannsóknardómara í Frakklandi, varðandi rannsókn yfirvalda á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, sé vanhæfur í starfi.

Eva Joly hefur gagnrýnt rannsóknina og sagt að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir að vera þrír. Þá vill hún að Valtýr víki sem saksóknari vegna þess að sonur hans sé annar tveggja forstjóra Exista.

„Ég get tekið undir allt sem sem fram hefur komið frá Evu Joly og ég hef heyra hana segja um það sem vantar upp á starfsaðstöðu og skipaðir verði þrír sérstakir saksóknarar varðandi bankana. Ég get líka tekið undir það sem hún segir varðandi vanhæfi ríkissaksóknara og á því verður að taka," sagði Jóhanna þegar hún svaraði fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur á Alþingi í dag.

Jóhanna sagði ríkisstjórnina gera allt sem í hennar valdi standi til að tryggja Evu Joly þá starfsaðstöðu sem hún telji sig þurfa. Fullkomin samstaða sé um málið innan ríkisstjórnarinnar.


Tengdar fréttir

Einkaflugeldasýning Evu Joly

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir það af og frá að hann ætli að biðjast lausnar en Eva Joly sagði í gær að hann ætti að víkja úr embætti. Eva sagði Valtý vanhæfan í starfi þar sem sonur hans sé einn af lykilstjórnendum í einu af þeim félögum sem verið sé að rannsaka.

Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka

Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig.

Starfar ekki fyrir grunaða í rannsókn bankahrunsins

„Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti ríkissaksóknara.

Lagt á ráðin um áframhaldandi störf Evu Joly

Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara áttu fyrr í dag áformaðan og reglubundinn fund með Evu Joly sem gegnir hlutverki ráðgjafa við embættið. Fundurinn var árangursríkur og var meðal annars lagt á ráðin um áframhaldandi störf hennar fyrir embættið og ráðgjafa á hennar vegum.

Mannekla hamlar rannsókn

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að fjölga þurfi starfsmönnum embættisins um helming „að minnsta kosti". Vegna fjölskyldutengsla Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara undirbýr dómsmálaráðherra lagabreytingu til að setja sérstakan ríkissaksóknara, sem annast mál sem frá embætti Ólafs koma. Björn Bergsson hæstaréttardómari mun gegna stöðunni.

Eva Joly vill Valtý úr embætti ríkissaksóknara

Eva Joly er ekki að hætta sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún stillir stjórnvöldum upp við vegg; vill að meiri peningum sé dælt í rannsókn á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki.

Björn verður ríkissaksóknari í málum bankahrunsins

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætlar að skipa Björn Bergsson hæstaréttarlögmann sem ríkissaksóknara í öllum málum sem varða bankahrunið, þetta kemur fram á Mbl.is. Þar segir jafnframt að Valtýr Sigurðsson hafi lýst sig vanhæfan en vegna lagalegra annmarka dregist að skipa annan í hans stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×