Innlent

Ómar Stefánsson: Ég er búinn að taka ákvörðun

Valur Grettisson skrifar
Ómar Stefánsson skálar við Gunnar Birgisson. ómar mun hitta fulltrúaráð Framsóknarflokksins í kvöld.
Ómar Stefánsson skálar við Gunnar Birgisson. ómar mun hitta fulltrúaráð Framsóknarflokksins í kvöld.

„Ég er búinn að taka ákvörðun um það sem mér finnst," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en hann mun hitta fulltrúaráð flokksins í kvöld og ræða við þá um þá stöðu sem er kominn vegna skýrslu Deloiette vegna viðskipta Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar.

Í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að Ómar hafi hitt Gunnar Birgisson á fundi í gær og þar hafi hann tjáð honum þá skoðun sína að Gunnar ætti að víkja sem bæjarstjóri. Hann gerði ekki þá kröfu að Gunnar segði af sér sem bæjarfulltrúi.

„Ég ætla ekki að staðfesta þetta," svarar Ómar þegar hann er spurður út í frétt Fréttablaðsins.

Ómar segist ekki ætla að tjá sig efnislega um málið fyrr en hann hittir fulltrúaráðið í kvöld.

„Ég mun kláralega gera þeim grein fyrir minni afstöðu," segir hann ákveðinn að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×