Innlent

Gunnar Birgisson vék af bæjarráðsfundi

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.

Gunnar Birgisson vék af bæjarráðsfundi sem stendur yfir núna. Ekki er ljóst nákvæmlega hversvegna en þó er ljóst að verið er að ræða málefni honum tengdum, þá sennilega málefni Frjálsra miðlunar sem er í eigu dóttur hans og eiginmanns hennar.

Þetta er fyrsti fundur bæjarráðs eftir að skýrsla Deloiette kom út.

Gunnar bíður þess að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hitti fulltrúaráð sitt og leggi undir þá samstarf flokkanna eftir að skýrsla Deloitte kom út á þriðjudaginn.

Sá fundur verður haldin klukkan átta í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×