Meirihlutinn í Kópavogi riðar til falls Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. júní 2009 12:44 Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Kópavogi riðar til falls. Vaxandi þrýstingur er úr grasrót Sjálfstæðisflokksins að Gunnar Birgisson víki úr stóli bæjarstjóra. Endurskoðendur Deloitte standa við fyrri skýrslu um að viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun séu hugsanlega brot á lögum. Gunnar Birgisson sakar Deloitte um að gera málið tortryggilegt með óstaðfestum fullyrðingum. Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hitti Gunnar Birgisson bæjarstjóra á fundi í gærmorgun. Fréttablaðið fullyrðir í dag að á þeim fundi hafi Ómar krafist þess að Gunnar víki úr stóli bæjarstjóra til að bjarga meirihlutasamstarfi flokkanna. Ómar vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttastofu í morgun og kvaðst ekkert munu tjá sig um málið fyrr en eftir fund með fulltrúaráði sínu í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hins vegar verulega farið að hitna undir Gunnari. Þrýstingur vex meðal annars úr grasrót Sjálfstæðisflokksins að Gunnar víki, auk þess sem einhverjir stuðningsmenn Gunnars sjálfs munu vera komnir á þá skoðun á að best sé að hann láti af embætti bæjarstjóra. Gunnar sjálfur mun hins vegar ekki vera á þeim buxunum að víkja - eins og hann hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum. Reynist það rétt að Framsóknarmenn geri brotthvarf Gunnars að ófrávíkjanlegri kröfu er hætt við að meirihlutasamstarfið springi. Eftir harða gagnrýni Gunnars Birgissonar á skýrslu endurskoðenda Deloitte um viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun - sem er í eigu dóttur hans og tengdasonar - sendi Deloitte frá sér þriggja síðna viðauka við skýrsluna í morgun til að bregðast við gagnrýni Gunnars. Bæjarstjórinn reifar þessa gagnrýni meðal annars í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar sakar hann Deloitte um hlutdrægni og segir að miklar fullyrðingar og ádeilur séu hvergi sparaðar í skýrslunni. Hann gerir athugasemd við að Deloitte fullyrði að viðskipti Frjálsrar miðlunar og Kópavogsbæjar séu hugsanlega brot á lögum um opinber innkaup. Umrædd lagaákvæði eiga ekki við um innkaup sveitarfélaga, segir Gunnar og telur undarlegt að virt endurskoðunarskrifstofa skuli yfirsjást slíkt lykilatriði. Hann sakar jafnframt Deloitte um ónákvæmni og að halda á lofti fullyrðingum sem stangist á við orð yfirmanna bæjarins um að leitað hafi verið tilboða í verk sem Frjáls miðlun vann fyrir bæinn. Í viðauka Deloitte frá í morgun er farið yfir lagaákvæði um opinber innkaup og kveðst Deloitte þar standa við fyrri niðurstöðu sína um að viðskiptin séu hugsanlega brot á áðurnefndum lögum. Eins er farið yfir innkaupareglur Kópavogsbæjar og segir í viðaukanum ljóst að þær séu síst vægari en reglur laga um opinber innkaup. Það mun því líklega skýrast á fulltrúaráðsfundi Framsóknar í kvöld hvort meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar lifir daginn. Tengdar fréttir Ómar Stefánsson: Ég er búinn að taka ákvörðun „Ég er búinn að taka ákvörðun um það sem mér finnst," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en hann mun hitta fulltrúaráð flokksins í kvöld og ræða við þá um þá stöðu sem er kominn vegna skýrslu Deloiette vegna viðskipta Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar. 11. júní 2009 11:08 Samherjar Gunnars vilja að hann hætti Framtíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi veltur á því hvort Gunnar Birgisson fæst til að hætta sem bæjarstjóri. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, tjáði Gunnari þetta á fundi þeirra í gærmorgun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. júní 2009 06:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Kópavogi riðar til falls. Vaxandi þrýstingur er úr grasrót Sjálfstæðisflokksins að Gunnar Birgisson víki úr stóli bæjarstjóra. Endurskoðendur Deloitte standa við fyrri skýrslu um að viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun séu hugsanlega brot á lögum. Gunnar Birgisson sakar Deloitte um að gera málið tortryggilegt með óstaðfestum fullyrðingum. Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hitti Gunnar Birgisson bæjarstjóra á fundi í gærmorgun. Fréttablaðið fullyrðir í dag að á þeim fundi hafi Ómar krafist þess að Gunnar víki úr stóli bæjarstjóra til að bjarga meirihlutasamstarfi flokkanna. Ómar vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttastofu í morgun og kvaðst ekkert munu tjá sig um málið fyrr en eftir fund með fulltrúaráði sínu í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hins vegar verulega farið að hitna undir Gunnari. Þrýstingur vex meðal annars úr grasrót Sjálfstæðisflokksins að Gunnar víki, auk þess sem einhverjir stuðningsmenn Gunnars sjálfs munu vera komnir á þá skoðun á að best sé að hann láti af embætti bæjarstjóra. Gunnar sjálfur mun hins vegar ekki vera á þeim buxunum að víkja - eins og hann hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum. Reynist það rétt að Framsóknarmenn geri brotthvarf Gunnars að ófrávíkjanlegri kröfu er hætt við að meirihlutasamstarfið springi. Eftir harða gagnrýni Gunnars Birgissonar á skýrslu endurskoðenda Deloitte um viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun - sem er í eigu dóttur hans og tengdasonar - sendi Deloitte frá sér þriggja síðna viðauka við skýrsluna í morgun til að bregðast við gagnrýni Gunnars. Bæjarstjórinn reifar þessa gagnrýni meðal annars í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar sakar hann Deloitte um hlutdrægni og segir að miklar fullyrðingar og ádeilur séu hvergi sparaðar í skýrslunni. Hann gerir athugasemd við að Deloitte fullyrði að viðskipti Frjálsrar miðlunar og Kópavogsbæjar séu hugsanlega brot á lögum um opinber innkaup. Umrædd lagaákvæði eiga ekki við um innkaup sveitarfélaga, segir Gunnar og telur undarlegt að virt endurskoðunarskrifstofa skuli yfirsjást slíkt lykilatriði. Hann sakar jafnframt Deloitte um ónákvæmni og að halda á lofti fullyrðingum sem stangist á við orð yfirmanna bæjarins um að leitað hafi verið tilboða í verk sem Frjáls miðlun vann fyrir bæinn. Í viðauka Deloitte frá í morgun er farið yfir lagaákvæði um opinber innkaup og kveðst Deloitte þar standa við fyrri niðurstöðu sína um að viðskiptin séu hugsanlega brot á áðurnefndum lögum. Eins er farið yfir innkaupareglur Kópavogsbæjar og segir í viðaukanum ljóst að þær séu síst vægari en reglur laga um opinber innkaup. Það mun því líklega skýrast á fulltrúaráðsfundi Framsóknar í kvöld hvort meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar lifir daginn.
Tengdar fréttir Ómar Stefánsson: Ég er búinn að taka ákvörðun „Ég er búinn að taka ákvörðun um það sem mér finnst," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en hann mun hitta fulltrúaráð flokksins í kvöld og ræða við þá um þá stöðu sem er kominn vegna skýrslu Deloiette vegna viðskipta Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar. 11. júní 2009 11:08 Samherjar Gunnars vilja að hann hætti Framtíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi veltur á því hvort Gunnar Birgisson fæst til að hætta sem bæjarstjóri. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, tjáði Gunnari þetta á fundi þeirra í gærmorgun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. júní 2009 06:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Ómar Stefánsson: Ég er búinn að taka ákvörðun „Ég er búinn að taka ákvörðun um það sem mér finnst," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en hann mun hitta fulltrúaráð flokksins í kvöld og ræða við þá um þá stöðu sem er kominn vegna skýrslu Deloiette vegna viðskipta Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar. 11. júní 2009 11:08
Samherjar Gunnars vilja að hann hætti Framtíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi veltur á því hvort Gunnar Birgisson fæst til að hætta sem bæjarstjóri. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, tjáði Gunnari þetta á fundi þeirra í gærmorgun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. júní 2009 06:00