Innlent

Enn ein kannabisræktunin stöðvuð

Enn ein kannabisræktunin var stöðvuð á dögunum. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Enn ein kannabisræktunin var stöðvuð á dögunum. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti enn eina kannabisræktunina í gær þegar 130 kannabisplöntur fundust við húsleit í íbúð í austurbæ Reykjavíkur.

Plönturnar voru á mismunandi stigi ræktunar en að auki fundust um 200 grömm af tilbúnum efnum. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×