Innlent

Andvígir vísi að skólagjöldum

Jón Páll Hallgrímsson
Jón Páll Hallgrímsson

„Í samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar er gert ráð fyrir fjárframlagi foreldra til þess að brúa það kostnaðarbil sem þarf til þess að skólastarf í fjórða bekk Hjallastefnunnar við Hjallabraut geti farið fram," segir í bókun Jóns Páls Hallgrímssonar, bæjarfulltrúa Vinstri grænna í Hafnarfirði.

Hann segir þar kominn fram vísi að skólagjöldum sem stríði gegn grundvallarhugsun um jafnrétti til náms sem VG geti ekki samþykkt. Jón greiddi einn atkvæði á móti samkomulagi fræðslusviðs bæjarins og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×