Innlent

Hæstiréttur staðfestir níu ára dóm yfir Þorsteini Kragh

Þorsteinn Kragh í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þorsteinn Kragh í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hæstiréttur Íslands staðfesti níu ára fangelsisdóm yfir fíkniefnasmyglaranum Þorsteini Kragh. Þá fékk Hollendingurinn Jacob Van Hinte sjö og hálft ár. Fimm ára dómur sem hann fékk fyrir fíkniefnainnflutning á Spáni var látinn hafa ítrekunaráhrif hér á landi.

Jacob var handtekinn þegar hann kom til landsins með Norrænu í júní 2008. Lögreglan gerði leit í bílnum en fann ekki efnin fyrr en Jacob sýndi þeim hvar fíkniefni voru falin að lokum. Þá sagði hann frá aðild Þorsteins í málinu. Í bílnum fundust tæplega 200 kíló af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×