Innlent

Enginn Brúðubíll í Kópavogi

Brúðubíllinn fagnar þrjátíu ára afmæli á næsta ári.
Brúðubíllinn fagnar þrjátíu ára afmæli á næsta ári.

„Margar smáar upphæðir gera eina stóra og einhvers staðar verður að spara,“ segir Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogsbæjar. Sýningar Brúðubílsins á gæsluvöllum bæjarins, sem hafa verið fastur liður á sumrin í fjölda ára, hafa verið felldar niður í sumar.

Aðalsteinn segir Kópavogsbæ hafa aukið við félagsþjónustu milli ára. „Það fer hins vegar í fjárhagsleg framlög til heimilanna. Ég skil vel að sumir verði fúlir vegna Brúðubílsins.“

Helga Steffensen leikhússtjóri Brúðubílsins segir sýningar verða í Reykjavík út júní og júlí. „Allir eru velkomnir,“ segir Helga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×