Fleiri fréttir

Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð LSH sagt upp

Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans.

Þriggja bíla árekstur í Fossvogi

Umferðarslys varð við bensínstöð N1 á Kringlumýrarbraut í Fossvogi fyrir stundu. Þar rákust saman þrír fólksílar sem allir voru á leið í suðurátt, það er í átt til Kópavogs.

Barnaníðingur vill í Biblíuskóla

Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon mun fá reynslulausn frá Litla-Hrauni á föstudaginn. Ágúst á eitt ár eftir af dómi sínum en reynslulausnina fær hann þó ekki nema með ákveðnum skilyrðum.

Gert verði ráð fyrir óvígðum reit í öllum nýjum kirkjugörðum

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu sem fela meðal annars í sér að í nýjum kirkjugörðum verði skylt að gera ráð fyrir óvígðum reit og sérstökum reitum fyrir önnur trúarbrögð en kristin.

Fólk utan trúfélaga ráði hvert sóknargjöld þeirra renni

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra verði falið að endurskoða lagaákvæði um sóknargjöld þannig að fólk utan trúfélaga geti valið hvert sóknargjöld þeirra renni.

Vilja algjört bann við nektarsýningum

Fjórir þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er gert ráð fyrir að undanþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum verði felld brott þannig að algjört bann verði við slíkum sýningum.

Hörgull á málum á þingi?

Deilt var um það á Alþingi hversu framtakssöm ríkisstjórnin hefði verið á þessum vetri og ráðherrar hvattir til að spýta í lófana.

Kröfðust endurskoðunar á fiskveiðikerfinu

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina vegna þeirrar stöðu sem upp væri komin í sjávarútvegi með tilheyrandi uppsögnum. Ráðherra sagði hins vegar að uppsagnir mætti ekki að öllu leyti rekja til niðurskurðar á þorskkvóta á síðasta ári.

Toyota um "elgspróf" Hilux jeppans

Í ljósi frétta í fjölmiðlum varðandi frammistöðu Toyota Hilux í svokölluðu "elgsprófi" sænska blaðsins Teknikans Värld vill Toyota á Íslandi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Býst við að verslunin Bónuss tæmist í dag

Mikil örtröð er í verslun Bónuss á Suðurströnd á Seltjarnarnesi, þar sem allar vörur eru boðnar með 30 prósenta afslætti þar til allar vörur eru búnar, þar sem verslunin er að loka.

Hvalfjarðargöngin lokuð

Vegna viðgerða verða Hvalfjarðargöng lokuð í nótt frá miðnætti til kl. 06:00 í fyrramálið.

Enginn læknir á eitrunarmiðstöð Landspítalans

Enginn læknir verður lengur á vakt á eiturnarmiðstöð Landspítalans samkvæmt niðurskurðaraðgerðum slysa- og bráðadeildar. Sá læknir er hluti af viðbragðsáætlun spítalans komi til hópeiturnar og mannar þjónustusíma miðstöðvarinnar.

Fimm ungmenni dæmd fyrir ránsleiðangur

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fimm ungmenni til fjársekta fyrir þjófnað en hópurinn keyrði frá Reykjavík til Selfoss í júlí síðastliðnum og rændi fjórum dekkjum á felgum af bifreið sem stóð á plani bílasölu þar í bæ.

Starfshópur vinnur aðgerðaáætlun gegn fátækt

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið verður að vinna aðgerðaáætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet velferðarkerfisins.

Tekinn eftir að löggan klagaði í mömmu og pabba

Ungur maður á torfæruhjóli reyndi að komast undan lögreglunni á Akranesi þegar ræða átti við hann. Hálka var þegar þetta gerðist og töldu lögreglumenn ekki á það hættandi að elta piltinn sem var réttindalaus, hjálmlaus og með farþega aftan á hjólinu

Verðbólga minnkar lítið eitt

Verðbólga mælist nú 5,8 prósent síðastliðna 12 mánuði sem er 0,1 prósentustigi minna en við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs, við upphaf mánaðarins.

Heimildir í tóbakslögum til þvingunarúrræða óljósar

Heimildir til þvingunarúrræða eru ekki nægilegar skýrar þegar kemur að brotum gegn reykingabanni á veitingastöðum. Borgin hefur neyðst til að fresta aðgerðum gegn veitingastað sem þykir hafa brotið gegn banninu.

Stól stolið

Fyrir skömmu var brotist inn í fyrirtæki í austurborg Reykjavíkur og þaðan stolið nuddstól; klæddum svörtu leðri með viðarlita arma eins og sést á meðfylgjandi mynd. Sá sem getur gefið upplýsingar um hvar stóllinn er niðurkominn er vinsamlega bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.

Sjá næstu 50 fréttir