Innlent

Engar ákvarðanir teknar á fundi í sjávarútvegsráðuneytinu

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Engar ákvarðanir voru teknar á fundi í sjávarútvegsráðuneytinu í kvöld vegna fjöldauppsagna hjá HB Granda. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra fundaði með þingmönnum norðvesturkjördæmis, forstjóra HB Granda, formanni verkalýðsfélagsins og bæjarstjórn Akraness vegna málsins. 59 starfsmönnum í landvinnslu hefur verið sagt upp landvinnslu.

„Þetta var fyrst og fremst upplýsandi fundur þar sem farið var yfir stöðuna eins og hún lítur út, " sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir alvarlegt að til uppsagna þurfi að koma í svo grónu fyrirtæki sem gegni lykilhlutverki í samfélagi eins og Akranesi. Hins vegar beri að virða ákvörðun fyrirtækisins.

„Það er ljóst að allar mótvægisaðgerðir sem farið verður í vegna uppsagna í sjávarútvegi verða almennar og þeim verður beitt þar sem staðan er verst," sagði Einar þegar hann var inntur eftir því hvort stjórnvöld myndu bregðast við stöðunni á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×