Innlent

Fimm ungmenni dæmd fyrir ránsleiðangur

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fimm ungmenni til fjársekta fyrir þjófnað en hópurinn keyrði frá Reykjavík til Selfoss í júlí síðastliðnum og rændi fjórum dekkjum á felgum af bifreið sem stóð á plani bílasölu þar í bæ.

Ákærðu eru allir drengir sem voru á aldrinum 16 og 17 ára þegar brotið var framið. Nokkrir þeirra mættu dómara í fylgd með fulltrúa barnaverndaryfirvalda og játuðu brot sín. Með tilliti til ungs aldurs þeirra voru þeir aðeins dæmdir til fjársekta fyrir brot sín en fram kom að þeir ætluðu að setja stolnu dekkin undir bifreið eins ákærða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×