Innlent

Býst við að verslunin Bónuss tæmist í dag

Mikil örtröð er í verslun Bónuss á Suðurströnd á Seltjarnarnesi, þar sem allar vörur eru boðnar með 30 prósenta afslætti þar til allar vörur eru búnar, þar sem verslunin er að loka.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist reikna með að verslunin muni tæmast í dag vegna mikilla viðbragða viðskiptavina. Verslunin verði þó opin á morgun ef vörur í henni klárist ekki í dag.

Rífa á húsnæði Bónuss á Seltjarnarnesi og því neyðist verslunin til að flytja. Ný Bónusverslun opnar svo á Fiskislóð á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×