Innlent

Tekinn eftir að löggan klagaði í mömmu og pabba

Ungur maður á torfæruhjóli reyndi að komast undan lögreglunni á Akranesi þegar ræða átti við hann. Hálka var þegar þetta gerðist og töldu lögreglumenn ekki á það hættandi að elta piltinn sem var réttindalaus, hjálmlaus og með farþega aftan á hjólinu.

Það kom svosem ekki að sök þar sem vitað var hver var þarna á ferð og var haft samband við forráðamenn hans. Pilturinn kom svo á lögreglustöð og gekkst við brotum sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×