Innlent

Ríflega 40 umferðaróhöpp á rúmum sólarhring

Alls hafa 44 umferðaróhöpp orðið á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan þrjú í gær. Sem betur fer hafa fá alvarleg slys orðið á fólki.

Síðdegis í dag missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þar sem hann ók suður Kringlumýrarbraut að Háaleitisbraut sökum þess að bensíngjöfinn festist í botni. Í stað þess að aka inn á gatnamótin þá sveigði hann til vinstri og ók þvert yfir akreinarnar til norðurs án þess að lenda í árekstri og hafnaði að lokum á verslunarhúsnæði Bræðrana Ormsons. Ökumaður var fluttur á Slysadeild lítð slasaður.

Eins og áður hefur verið sagt frá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á leið norður Reykjavíkurveg við Kringlumýrarbraut, ók yfir umferðareyju og fór nokkrar veltur í veg fyrir aðvífandi umferð suður Kringlumýrarbraut við Nesti í Fossvogi. Tvær bifreiðar á leið suður óku á fyrrnefnda bifrreið. Ekki vitað um meiðsl en fólk var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Miklar umferðartafir urðu í kjölfarið enda háannatími í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×