Innlent

Norræn einkaleyfastofa tekur til starfa

Ásta Valdimarsdóttir.
Ásta Valdimarsdóttir.

Norræna einkaleyfastofan, samstarfsverkefni Íslands, Noregs og Danmerkur, hefur tekið til starfa.

Ásta Valdimarsdóttir, forstjóri íslensku Einkaleyfastofunnar, segir samstarf Norðurlandanna þýðingarmikið og það muni vafalítið styrkja nýsköpun og hugverkavernd í löndunum.

Norræna stofnunin mun aðallega rannsaka alþjóðlegar einkaleyfaumsóknir og verður lögð áhersla á að umsækjendur fái niðurstöður fyrr en t.d frá Evrópsku einkaleyfastofunni. „Þetta gerir fyrirtækjum kleift að meta stöðuna á markaðinum fyrr og skipuleggja betur hvernig nýta eigi uppfinninguna," segir Ásta.

Um 90 prósent af umsóknum sem berast Einkaleyfastofunni á Íslandi eru frá erlendum fyrirtækjum, einungis um 10 prósent koma frá Íslandi. „Um 70 prósent umsókna um einkaleyfi eru úr lyfjageiranum. Þótt Ísland sé lítill markaður þá er lyfjageirinn gríðarlega sterkur. Samkeppnin á alþjóðamarkaðnum er afar hörð og fjöldi erlendra lyfjafyrirtækja sækir um einkaleyfi hjá okkur til að vernda sig á Íslandi," segir Ásta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×