Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Gunnar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2025 16:40 FH-konur eru komnar upp í annað sætið eftir sigur í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FH náði öðru sæti Bestu deildar kvenna af Þrótti í dag með 0-2 sigri á FHL í Fjarðabyggðarhöllinni. FH var klárlega betra liðið en mörkin létu bíða eftir sér. FHL mætti inn í leikinn án sigurs og án þriggja erlendra leikmanna sem voru fjarri vegna leikbanna og meiðsla. Þeirra á meðal var markvörðurinn Keelan Terrell sem sat á bekknum með þursabit. FH átti nokkur vænleg færi fyrstu 20 mínúturnar, þó engin dauðafæri. Eftir það datt leikurinn niður. FH var nær alfarið með boltann en gekk illa að koma sér inn á teiginn. FH gerði líka vel í að setja pressu á FHL þegar boltinn tapaðist sem neyddi varnarmenn FHL í langar sendingar á einmana sóknarmenn sem FH vörnin átti ekki í neinum vanda með. Á síðustu mínútu hálfleiksins skoraði FH mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. FH jók pressuna í seinni hálfleik FH byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og leikmenn liðsins skutu óspart við ýmis tilefni. Á 49. mínútu fékk Thelma Karen Pálmadóttir besta færið til þessa þegar hún átti gott skot úr teignum sem fór milli fóta varnarmanns FHL þannig að markvörðurinn sá það ekki en boltinn sigldi naumlega framhjá stönginni. Liðin áttu að fá sitt hvort vítið. FHL það fyrra, þegar boltinn fór í hönd varnarmanns FH sem var langt fyrir ofan höfuð hans eftir hornspyrnu á 58. mínútu. Á 74. mínútu sparkaði varnarmaður FHL niður sóknarmann FH utarlega í teignum, líka eftir horn, en slapp. Snarlega refsað FHL átti stöku sóknir þar sem hraði Bjargar Gunnlaugsdóttur nýttist til að skapa færi. Besta tilraunin var á 76. mínútu þegar hún átti gott skot sem Macy Enneking varði glæsilega í slána. Í næstu sókn kom hins vegar fyrsta markið. Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk pláss fyrir utan teiginn og náði góðu skoti utarlega í hornið sem Embla Fönn Jónsdóttir, markvörður FHL, átti ekki möguleika í. Elísa Lana var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu. Embla gerði vel í að slá frá fasta fyrirgjöf frá hægri en boltinn lenti bent fyrir Elísu sem gerði líka vel með góðu skoti strax. Erla Sól Vigfúsdóttir, sem komið hafði inn á hjá FH, meiddist á 84. mínútu. FH-ingar voru þá búnir með allar skiptingar sínar og urðu því að spila síðustu 10 mínúturnar einum færri. Það kom ekki að sök og stigin þrjú fara suður í Hafnarfjörð. Hvað skipti máli FH var klárlega betra liðið allan leikinn og einhvern tímann hlaut að koma þreyta í vörn FHL. Þær voru of seinar að loka á Elísu. Þetta var því spurning um þolinmæði. Hverjar stóðu upp úr? Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði mörkin tvö sem skiptu máli. Bæði skotin voru mjög góð. Hún var líka búin að vera hættuleg fyrr í leiknum og töluvert af spili FH fór í gegnum hana.Í liði FHL átti Rósey Björgvinsdóttir frábæran dag í vörninni. Áhugavert væri að sjá tölfræði fyrir hreinsanir, unnin návígi og skallabolta hjá henni. Hún var stærsta ástæðan fyrir að FH komst ekkert áfram. Atvik leiksins? Það var nokkuð ljóst að ef FH tækist að skora á undan þá yrði sigurinn þeirra. Það tókst kortéri fyrir leikslok. Markið var líka laglegt. Dómarar Þörf á úrbótum. Ronnarang Wongmahadthai missti af nokkrum atriðum úti á velli og lenti líka 2-3 sinnum fyrir leiknum. En alvarlegast er að hafa misst af tveimur vítum sem voru á hans svæði. Það eina góða við það var að þau voru á sitt hvort liðið. Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan stóð sig ekki nógu vel Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. „Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“ Elísa Lana: Ræddum í hálfleik að láta vaða Elísa Lana Sigurjónsdóttir var hetja FH þegar hún skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri á FHL á Reyðarfirði í Bestu deild kvenna. FH var mun betra liðið allan leikinn en eftir hálfleik fóru leikmenn liðsins að skjóta meira frekar en leita að færum. „Við byrjuðum ekki nógu vel en unnum okkur síðan inn í leikinn. Það þurfti þolinmæði í þetta en við brutum ísinn að lokum,“ sagði Elísa eftir leikinn. „Við ræddum það í hálfleik að hætta að snerta boltann svona mikið heldur láta vaða í skot. Sem betur fer fór hann inn og það var frábært að skora. Annað markið var síðan mikilvægt því við vorum í brasi að koma boltanum í netið,“ bætti Elísa við. Með sigrinum náði FH öðru sætinu af Þrótti á markatölu. „Við þurfum að halda áfram og mæta í hvern leik.“ Guðni: Þurftum að sýna þolinmæði og eljusemi Guðni Eiríksson, þjálfari FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, getur varla annað en verið ánægður eftir 0-2 sigur á FHL á útivelli í dag en sigurinn skilar FH í annað sæti deildarinnar. FHL spilaði þétta vörn sem FH tókst ekki að brjóta á bak aftur fyrr en á 76. mínútu. „Við þurftum að sýna þolinmæði og eljusemi. Það er ekki í fyrsta sinn sem við þurfum að gera það hér fyrir austan. Þetta hefur verið nokkurn vegin svona í öll þau skipti sem ég hef komið hingað sem þjálfari. Þetta hafðist að lokum í dag en við þurftum að bíða lengi,“ sagði Guðni sáttur.„Það var kannski ekki skrítið að það væri langskot sem opnaði markareikninginn í dag. Við komumst lítið í gegn sem er ekki skrýtið þegar hitt liðið er með marga menn fyrir aftan boltann. Þær voru fimm í öftustu línu og 3-4 þar fyrir framan. Okkur gekk það þó betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og fengum fjölmörg færi þótt það væru oft á tíðum hálffæri. „En það var mikill léttir að sjá boltann í netinu. Síðan kom annað mark og eftir það þurftum við að sigla þessu heim einum færri.“ Elísa verðskuldaði mörkin Með því vísar Guðni til þess að Erla Sól Vigfúsdóttir þurfti að fara út af meidd á 84. mínútu þegar FH var búið með allar sínar skiptingar en hún hafði komið inn á sem varamaður á 59. mínútu. „Við leystum þetta verkefni mjög vel og vorum ekkert minna með boltann þrátt fyrir að vera einum færri. En það var mjög leiðinlegt fyrir leikmanninn að meiðast. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt en við sjáum hvað setur með það.“ Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði bæði mörkin með góðum skotum. „Þetta er dæmigerð Elísa. Hún er búin að eiga frábært tímabil í sumar og heldur áfram að standa sig vel í FH búningnum. Það er gleðilegt að sjá hennar framþróun. Hún átti þessi mörk sannarlega skilin.“ FH liðið er líka á góðum stað, jafnt Þrótti að stigum en með betri markatölu og fær því annað sætið. „Það er alltaf gaman í Kaplakrika og Hafnarfirði og gaman að vera FH-ingur í ár. Það er bara áfram gakk, einn leikur í einu og allt það. Til að geta verið á þessum stað verðum við að sigra leiki. Þetta verkefni kláraðist á jákvæðan hátt fyrir okkur og svo er bara næsti leikur á þriðjudag.“ Besta deild kvenna FH FHL Íslenski boltinn Fótbolti
FH náði öðru sæti Bestu deildar kvenna af Þrótti í dag með 0-2 sigri á FHL í Fjarðabyggðarhöllinni. FH var klárlega betra liðið en mörkin létu bíða eftir sér. FHL mætti inn í leikinn án sigurs og án þriggja erlendra leikmanna sem voru fjarri vegna leikbanna og meiðsla. Þeirra á meðal var markvörðurinn Keelan Terrell sem sat á bekknum með þursabit. FH átti nokkur vænleg færi fyrstu 20 mínúturnar, þó engin dauðafæri. Eftir það datt leikurinn niður. FH var nær alfarið með boltann en gekk illa að koma sér inn á teiginn. FH gerði líka vel í að setja pressu á FHL þegar boltinn tapaðist sem neyddi varnarmenn FHL í langar sendingar á einmana sóknarmenn sem FH vörnin átti ekki í neinum vanda með. Á síðustu mínútu hálfleiksins skoraði FH mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. FH jók pressuna í seinni hálfleik FH byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og leikmenn liðsins skutu óspart við ýmis tilefni. Á 49. mínútu fékk Thelma Karen Pálmadóttir besta færið til þessa þegar hún átti gott skot úr teignum sem fór milli fóta varnarmanns FHL þannig að markvörðurinn sá það ekki en boltinn sigldi naumlega framhjá stönginni. Liðin áttu að fá sitt hvort vítið. FHL það fyrra, þegar boltinn fór í hönd varnarmanns FH sem var langt fyrir ofan höfuð hans eftir hornspyrnu á 58. mínútu. Á 74. mínútu sparkaði varnarmaður FHL niður sóknarmann FH utarlega í teignum, líka eftir horn, en slapp. Snarlega refsað FHL átti stöku sóknir þar sem hraði Bjargar Gunnlaugsdóttur nýttist til að skapa færi. Besta tilraunin var á 76. mínútu þegar hún átti gott skot sem Macy Enneking varði glæsilega í slána. Í næstu sókn kom hins vegar fyrsta markið. Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk pláss fyrir utan teiginn og náði góðu skoti utarlega í hornið sem Embla Fönn Jónsdóttir, markvörður FHL, átti ekki möguleika í. Elísa Lana var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu. Embla gerði vel í að slá frá fasta fyrirgjöf frá hægri en boltinn lenti bent fyrir Elísu sem gerði líka vel með góðu skoti strax. Erla Sól Vigfúsdóttir, sem komið hafði inn á hjá FH, meiddist á 84. mínútu. FH-ingar voru þá búnir með allar skiptingar sínar og urðu því að spila síðustu 10 mínúturnar einum færri. Það kom ekki að sök og stigin þrjú fara suður í Hafnarfjörð. Hvað skipti máli FH var klárlega betra liðið allan leikinn og einhvern tímann hlaut að koma þreyta í vörn FHL. Þær voru of seinar að loka á Elísu. Þetta var því spurning um þolinmæði. Hverjar stóðu upp úr? Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði mörkin tvö sem skiptu máli. Bæði skotin voru mjög góð. Hún var líka búin að vera hættuleg fyrr í leiknum og töluvert af spili FH fór í gegnum hana.Í liði FHL átti Rósey Björgvinsdóttir frábæran dag í vörninni. Áhugavert væri að sjá tölfræði fyrir hreinsanir, unnin návígi og skallabolta hjá henni. Hún var stærsta ástæðan fyrir að FH komst ekkert áfram. Atvik leiksins? Það var nokkuð ljóst að ef FH tækist að skora á undan þá yrði sigurinn þeirra. Það tókst kortéri fyrir leikslok. Markið var líka laglegt. Dómarar Þörf á úrbótum. Ronnarang Wongmahadthai missti af nokkrum atriðum úti á velli og lenti líka 2-3 sinnum fyrir leiknum. En alvarlegast er að hafa misst af tveimur vítum sem voru á hans svæði. Það eina góða við það var að þau voru á sitt hvort liðið. Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan stóð sig ekki nógu vel Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. „Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“ Elísa Lana: Ræddum í hálfleik að láta vaða Elísa Lana Sigurjónsdóttir var hetja FH þegar hún skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri á FHL á Reyðarfirði í Bestu deild kvenna. FH var mun betra liðið allan leikinn en eftir hálfleik fóru leikmenn liðsins að skjóta meira frekar en leita að færum. „Við byrjuðum ekki nógu vel en unnum okkur síðan inn í leikinn. Það þurfti þolinmæði í þetta en við brutum ísinn að lokum,“ sagði Elísa eftir leikinn. „Við ræddum það í hálfleik að hætta að snerta boltann svona mikið heldur láta vaða í skot. Sem betur fer fór hann inn og það var frábært að skora. Annað markið var síðan mikilvægt því við vorum í brasi að koma boltanum í netið,“ bætti Elísa við. Með sigrinum náði FH öðru sætinu af Þrótti á markatölu. „Við þurfum að halda áfram og mæta í hvern leik.“ Guðni: Þurftum að sýna þolinmæði og eljusemi Guðni Eiríksson, þjálfari FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, getur varla annað en verið ánægður eftir 0-2 sigur á FHL á útivelli í dag en sigurinn skilar FH í annað sæti deildarinnar. FHL spilaði þétta vörn sem FH tókst ekki að brjóta á bak aftur fyrr en á 76. mínútu. „Við þurftum að sýna þolinmæði og eljusemi. Það er ekki í fyrsta sinn sem við þurfum að gera það hér fyrir austan. Þetta hefur verið nokkurn vegin svona í öll þau skipti sem ég hef komið hingað sem þjálfari. Þetta hafðist að lokum í dag en við þurftum að bíða lengi,“ sagði Guðni sáttur.„Það var kannski ekki skrítið að það væri langskot sem opnaði markareikninginn í dag. Við komumst lítið í gegn sem er ekki skrýtið þegar hitt liðið er með marga menn fyrir aftan boltann. Þær voru fimm í öftustu línu og 3-4 þar fyrir framan. Okkur gekk það þó betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og fengum fjölmörg færi þótt það væru oft á tíðum hálffæri. „En það var mikill léttir að sjá boltann í netinu. Síðan kom annað mark og eftir það þurftum við að sigla þessu heim einum færri.“ Elísa verðskuldaði mörkin Með því vísar Guðni til þess að Erla Sól Vigfúsdóttir þurfti að fara út af meidd á 84. mínútu þegar FH var búið með allar sínar skiptingar en hún hafði komið inn á sem varamaður á 59. mínútu. „Við leystum þetta verkefni mjög vel og vorum ekkert minna með boltann þrátt fyrir að vera einum færri. En það var mjög leiðinlegt fyrir leikmanninn að meiðast. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt en við sjáum hvað setur með það.“ Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði bæði mörkin með góðum skotum. „Þetta er dæmigerð Elísa. Hún er búin að eiga frábært tímabil í sumar og heldur áfram að standa sig vel í FH búningnum. Það er gleðilegt að sjá hennar framþróun. Hún átti þessi mörk sannarlega skilin.“ FH liðið er líka á góðum stað, jafnt Þrótti að stigum en með betri markatölu og fær því annað sætið. „Það er alltaf gaman í Kaplakrika og Hafnarfirði og gaman að vera FH-ingur í ár. Það er bara áfram gakk, einn leikur í einu og allt það. Til að geta verið á þessum stað verðum við að sigra leiki. Þetta verkefni kláraðist á jákvæðan hátt fyrir okkur og svo er bara næsti leikur á þriðjudag.“
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti