Innlent

Tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í rannsókn

Brotist var inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi í nótt og er verið að meta hversu miklu var stolið þar. Þjófarnir komust undan og eru ófundnir.

Þá var brotist inn í Hans Petersen í Hafnarfirði. Lögreglumenn gátu rakið spor þjófsins og höfðu uppi á honum, en grunur leikur á að fleiri hafi verið þar á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×