Innlent

Rær á hjólbarða losaðar á bíl við barnaskólann í Eyjum

Mynd/Vísir

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú mál þar sem rær voru losaðar á hjólabarða á bifreið þannig að hjólbarðinn datt undan henni.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að rærnar hafi verið losaðar þegar bíllinn stóð við barnaskólann í Eyjum og þegar bílnum var ekið af stað datt dekkið undan og aurhlíf bílsins skemmdist. Ekki er vitað hver þarna var að verki og hvetur lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar hafa um málið að hafa samband.

Lögreglan í Eyjum fékk einnig tilkynningu um þjófnað í síðustu viku. Þar var um að ræða þjófnað á tveimur trommudiskum sem talið er að hafi verið stolið úr hljómsveitaraðstöðu Fiskiðjunnar um það leyti sem bruni varð þar um miðjan desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×