Innlent

Brotlegur lögreglumaður fékk áminningu fyrir ósæmilega háttsemi

Andri Ólafsson skrifar

Lögreglumaður sem gekkst undir dómssátt í fyrra fyrir brot í starfi er kominn aftur til starfa hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglumaðurinn sem um ræðir misnotaði stöðu sína með því að láta aka sér í forgangsakstri út á Keflavíkurflugvöll en þangað átti hann einkaerindi.

Samkvæmt dómssáttinni var honum gert að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna þessa.

Ríkislögreglustjóri tók svo þá ákvörðun að ekki væri nauðsynlegt að vísa manninum að fullu frá starfi en honum hafði verið vikið frá um stundarsakir af ríkislögreglustjóra þegar málið kom upp.

Þess í stað var lögreglumanninum veitt áminning fyrir háttsemi sem taldist "ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá lögreglu".

Þess má geta að maðurinn er sá eini í lögregluliði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem fékk skriflega áminningu fyrir brot í starfi í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×