Innlent

Skipar starfshópa um forgangsakstur og eftirlit með lögreglubílum

Haraldur Johannesen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannesen ríkislögreglustjóri. MYND/E.Ól

Ríkislögreglustjóri hefur skipað tvo starfshópa, annan til þess að fjalla um forgagnsakstur lögreglubifreiða og hinn sem hefur eftirlit með ökutækjum lögreglunnar og búnaði sem lögreglumenn nota í störfum sínum.

Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar að fyrrnefnda hópnum verði falið endurskoða reglur um ökutæki lögreglunnar og forgangsakstur, þjálfun í akstri við ýmsar aðstæður og fleira.

Hinum hópnum er meðal annars ætlað að fara yfir álitamál sem upp koma ef grunur leikur á brotum lögreglumanna á reglum um meðferð og notkun á ökutækjum og öðrum búnaði lögreglunnar, að meta tjón sem verða á þessum tækjum við ýmsar aðstæður hjá lögreglumönnum og hvernig draga megi úr tjónakostnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×