Innlent

Vilja að Reykjavíkurborg bjóði kennurum álagsgreiðslur

Skólastarf. Myndin tengist fréttinni ekki.
Skólastarf. Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/ Valli.
Trúnaðarráð Kennarafélags Reykjavíkur fagnar því að kennarar sem starfa hjá Kópavogsbæ og Garðabæ fái aukagreiðslur í formi mánaðarlegra álagsgreiðslna eða eingreiðslu. Þetta kemur fram í ályktun sem trúnaðarráðið hefur samþykkt.

Trúnaðarráðið segir að mikil starfsmannavelta, sem sé afleiðing af bágum launum, sé staðreynd í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Í Reykjavík séu tæplega tuttugu kennarastöður lausar til umsóknar og erfitt sé að fá kennara til starfa á þeim kjörum sem Reykjavíkurborg bjóði grunnskólakennurum upp á.

Trúnaðarráðið skorar á Reykjavíkurborg að fylgja fordæmi nágrannasveitarfélaga og greiða grunnskólakennurum sérstaklega vegna aukins álags í starfi vegna starfsmannaeklu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×