Toyota um "elgspróf" Hilux jeppans 29. janúar 2008 14:12 Toyota Hilux Í ljósi frétta í fjölmiðlum varðandi frammistöðu Toyota Hilux í svokölluðu "elgsprófi" sænska blaðsins Teknikans Värld vill Toyota á Íslandi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Hilux bifreiðin sem prófuð var í viðkomandi Elgs prófi var prófuð á 16 tommu felgum og dekkjum sem undir þær passa. Í samvinnu við Teknikans Värld voru prófanirnar endurteknar kerfisbundið og í framhaldinu ákveðið að stöðva sölu á Toyota Hilux á 16" felgum í Evrópu. Athygli vekur að í öðru tölublaði tímaritsins á þessu ári hrósar ritstjórinn Daniel Frodin Toyota sérstaklega fyrir hvernig brugðist var við niðurstöðum 'elgsprófsins'. Ólíkt viðbrögðum annarra bílaframleiðenda, sem hafi reynt að sverta tímaritið vegna neikvæðra niðurstaðna, hafi Toyota lagt í mikla vinnu til að komast að rót vandans og vinna að auknu öryggi. Þá beri að hrósa Toyota fyrir að bjóða þeim 8200 manns í Evrópu sem eiga nýjan Hilux á 16" dekkjum og felgum ókeypis breytingar yfir á 15". Toyota Motor Europe hefur einnig prófað Hilux bifreiðina með 15" felgum samkvæmt aðferðafræði Elgs prófsins og hefur ekki tekist að láta bifreiðina haga sér eins og hún gerði í umræddu prófi Teknikans Värld. Þetta staðfestir Daniel Frodin, ritstjóri, í grein sinni. Þá vill Toyota á Íslandi enn fremur benda á að yfirgnæfandi hluti Hilux bifreiða sem fyrirtækið afhendir á Íslandi eru búnar 15" felgum. Einu Hilux bifreiðarnar sem afhentar eru á 16" felgum eru þær sem útbúnar eru með 33" breytingarpakka að ósk viðskiptavinarins. Þær felgur eru hinsvegar 1" breiðari og standa 4 cm utar undir bílnum, hvoru megin, en felgurnar sem undir bílnum í Elgs prófinu voru. Þá eru að sama skapi önnur mun víðari dekk undir slíkum breyttum bílum (ekki „low profile") en þau dekk sem voru undir Hiluxinum í Elgs prófinu umrædda. Frá því núverandi kynslóð Hilux bifreiðarinnar var fyrst kynnt í Evrópu árið 2005 hafa engar fregnir borist af óstöðugleika bifreiðarinnar frá mörkuðum Toyota í Evrópu. Toyota á Íslandi og Toyota Motor Europe bera fullt traust til akstursöryggis Hilux og telja að sama skapi enga ástæðu fyrir eigendur bifreiðarinnar að hafa áhyggjur af þeim eiginleikum hennar. Fyrir hönd Toyota á Íslandi, Úlfar Steindórsson, forstjóri Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Í ljósi frétta í fjölmiðlum varðandi frammistöðu Toyota Hilux í svokölluðu "elgsprófi" sænska blaðsins Teknikans Värld vill Toyota á Íslandi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Hilux bifreiðin sem prófuð var í viðkomandi Elgs prófi var prófuð á 16 tommu felgum og dekkjum sem undir þær passa. Í samvinnu við Teknikans Värld voru prófanirnar endurteknar kerfisbundið og í framhaldinu ákveðið að stöðva sölu á Toyota Hilux á 16" felgum í Evrópu. Athygli vekur að í öðru tölublaði tímaritsins á þessu ári hrósar ritstjórinn Daniel Frodin Toyota sérstaklega fyrir hvernig brugðist var við niðurstöðum 'elgsprófsins'. Ólíkt viðbrögðum annarra bílaframleiðenda, sem hafi reynt að sverta tímaritið vegna neikvæðra niðurstaðna, hafi Toyota lagt í mikla vinnu til að komast að rót vandans og vinna að auknu öryggi. Þá beri að hrósa Toyota fyrir að bjóða þeim 8200 manns í Evrópu sem eiga nýjan Hilux á 16" dekkjum og felgum ókeypis breytingar yfir á 15". Toyota Motor Europe hefur einnig prófað Hilux bifreiðina með 15" felgum samkvæmt aðferðafræði Elgs prófsins og hefur ekki tekist að láta bifreiðina haga sér eins og hún gerði í umræddu prófi Teknikans Värld. Þetta staðfestir Daniel Frodin, ritstjóri, í grein sinni. Þá vill Toyota á Íslandi enn fremur benda á að yfirgnæfandi hluti Hilux bifreiða sem fyrirtækið afhendir á Íslandi eru búnar 15" felgum. Einu Hilux bifreiðarnar sem afhentar eru á 16" felgum eru þær sem útbúnar eru með 33" breytingarpakka að ósk viðskiptavinarins. Þær felgur eru hinsvegar 1" breiðari og standa 4 cm utar undir bílnum, hvoru megin, en felgurnar sem undir bílnum í Elgs prófinu voru. Þá eru að sama skapi önnur mun víðari dekk undir slíkum breyttum bílum (ekki „low profile") en þau dekk sem voru undir Hiluxinum í Elgs prófinu umrædda. Frá því núverandi kynslóð Hilux bifreiðarinnar var fyrst kynnt í Evrópu árið 2005 hafa engar fregnir borist af óstöðugleika bifreiðarinnar frá mörkuðum Toyota í Evrópu. Toyota á Íslandi og Toyota Motor Europe bera fullt traust til akstursöryggis Hilux og telja að sama skapi enga ástæðu fyrir eigendur bifreiðarinnar að hafa áhyggjur af þeim eiginleikum hennar. Fyrir hönd Toyota á Íslandi, Úlfar Steindórsson, forstjóri
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira