Innlent

Verðbólga minnkar lítið eitt

MYND/Vilhelm

Verðbólga mælist nú 5,8 prósent síðastliðna 12 mánuði sem er 0,1 prósentustigi minna en við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs, við upphaf mánaðarins.

Vetrarútsölur höfðu áhrif til lækkunar á vísitölunni og þá lækkaði kostnaður vegna eigin húsnæðis frá mælingunni í janúarbyrjun. Er það vegna lækkunar á markaðsverði húsnæðis. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði hins vegar frá því í upphafi mánaðarins.

Vert er að benda á það að breytingar urðu um áramót á söfnun á verðupplýsingum fyrir vísitölu neysluverðs og á útreikningstíma vísitölunnar. Vísitalan er héðan í frá reiknuð miðað við verðlag um miðjan hvern mánuð en var áður miðuð við verðlag tvo fyrstu virka daga hvers mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×