Valgerður Sverrisdóttir segir óþef af nýja borgarmeirihlutanum 29. janúar 2008 09:55 Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknar og fyrrum ráðherra segir að óþefur sé að öllu málinu um borgarstjórnarskiptin nýlega. Þetta kemur fram á heimasíðu Valgerðar. "Atburðirnir í Ráðhúsinu voru sögulegir. Þar stjórnaði Samfylkingin aðgerðum eins og sjálfstæðismenn hafa verið óragir við að halda til haga. Það er óþefur af þessu máli öllu. Ég vil samt segja að mér fannst mótmælin í Ráðhúsinu fara úr böndum", segir Valgerður á heimasíðu sinni. "Að mínu mati var kjör varaformanns Orkuveitu Reykjavíkur mjög athyglisvert. Það embætti var Ásta Þorleifsdóttir kjörin til. Sú kona hélt tölu á Austurvelli við styttu Jóns Sigurðssonar fyrir nokkrum árum. Þá lét hún þau orð falla að hún vonaðist til þess að eldgos mundi brjótast út fyrir austan og hreinsa þann ófögnuð sem Kárahnjúkavirkjun væri úr gilinu. Svona fólk er náttúrlega alveg upplagt til að stjórna orkufyrirtækjum." Valgerður gerir einnig að umtalsefni að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi lagt blessun sína yfir þetta allt saman og haldið sérstakan blaðamannafund til að tilkynna það. Og það sé nú ekki á hverjum degi sem hann grípur til slíkra verka. Síðan segir Valgerður: "Einu sinni sagði forsætisráðherra sem þá var við völd: "svona gera menn ekki". Þessi orð ættu vel við nú. Vandinn er bara sá að sá sem lét þessi orð falla er talinn hafa skipulagt "byltinguna"". Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknar og fyrrum ráðherra segir að óþefur sé að öllu málinu um borgarstjórnarskiptin nýlega. Þetta kemur fram á heimasíðu Valgerðar. "Atburðirnir í Ráðhúsinu voru sögulegir. Þar stjórnaði Samfylkingin aðgerðum eins og sjálfstæðismenn hafa verið óragir við að halda til haga. Það er óþefur af þessu máli öllu. Ég vil samt segja að mér fannst mótmælin í Ráðhúsinu fara úr böndum", segir Valgerður á heimasíðu sinni. "Að mínu mati var kjör varaformanns Orkuveitu Reykjavíkur mjög athyglisvert. Það embætti var Ásta Þorleifsdóttir kjörin til. Sú kona hélt tölu á Austurvelli við styttu Jóns Sigurðssonar fyrir nokkrum árum. Þá lét hún þau orð falla að hún vonaðist til þess að eldgos mundi brjótast út fyrir austan og hreinsa þann ófögnuð sem Kárahnjúkavirkjun væri úr gilinu. Svona fólk er náttúrlega alveg upplagt til að stjórna orkufyrirtækjum." Valgerður gerir einnig að umtalsefni að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi lagt blessun sína yfir þetta allt saman og haldið sérstakan blaðamannafund til að tilkynna það. Og það sé nú ekki á hverjum degi sem hann grípur til slíkra verka. Síðan segir Valgerður: "Einu sinni sagði forsætisráðherra sem þá var við völd: "svona gera menn ekki". Þessi orð ættu vel við nú. Vandinn er bara sá að sá sem lét þessi orð falla er talinn hafa skipulagt "byltinguna"".
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira