Innlent

Enginn læknir á eitrunarmiðstöð Landspítalans

Enginn læknir verður lengur á vakt á eiturnarmiðstöð Landspítalans samkvæmt niðurskurðaraðgerðum slysa- og bráðadeildar. Sá læknir er hluti af viðbragðsáætlun spítalans komi til hópeiturnar og mannar þjónustusíma miðstöðvarinnar.

Slysa- og bráðasviði Landspítala háskólasjúkrahúss hefur verið gert að spara 111 milljónir á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun spítalans. Sparnaðaragerðir í ár gera ráð að vaktir lækna á neyðarbíl séu aflagðar eins og fram hefur komið en einnig að vakt á eitunarmiðstöð verði lögð niður til að spara 5,6 milljónir í ár.

Um er að ræða bakvakt læknis sem annast símaþjónustu fyrir almenning. Allt að tólf hundruð manns hringja í grænt númer deildarinnar til að fá upplýsingar og aðstoð vegna gruns um eitrun, oftast hjá ungum börnum. Læknar hafa svarað fyrirspurnum en þeirri vakt var sagt upp um áramótin.

Elísabet Benedikz, læknir hjá eitrunarmiðstöðinni, segir að gera megi ráð fyrir að með þessu leiti fólk nú beint á slysa- og bráðadeild eða á heilsugæslustöðvar með tilvik sem oft hefði mátt leysa úr í gegnum síma.

Elísabet bendir á að læknir á eitrunarmiðstöð sé hluti af viðbragðsáætlun Landspítalans komi til hópeitrunar líkt og þegar klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði sumarið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×