Innlent

Umræðan um veikindi borgarstjóra hafa aukið fordóma gagnvart geðsjúkum

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir umræðuna um veikindi Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, hafa aukið fordóma í samfélaginu gagnvart geðsjúkum.

Starfsmenn Ráðhússins tóku vel á móti Ólafi F. Magnússyni á fyrsta starfsdegi hans sem borgarstjóri þegar hann mætti til vinnu í morgun. Töluverð umræða hefur verið um veikindi Ólafs en hann tjáði sig í fyrsta skipti um þau í fjölmiðlum um síðustu helgi. Sagðist hann þá hafa verið niðurdreginn eftir að hafa gengið í gegnum persónulega erfiðleika. Andstæðingar Ólafs hafa verið gagnrýndir fyrir að nota veikindi hans sem vopn í pólitískum slag.

Brugðin var upp mynd af veikindum Ólafs í þætti Spaugstofunnar sem Ríkissjónvarpið sýndi um síðustu helgi. Ólafur var gestur í þættinum Mannamál hjá Sigmundi Erni í gær en þar líkti hann Spaugstofuþættinum við svívirðilega árás.

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir umræðuna um veikindi Ólafs til þess gerða að auka fordóma í samfélaginu gagnvart geðsjúkum. Hann telur þekkingarleysi gagnvart geðsjúkdómum skýra eðli umræðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×