Innlent

Starfshópur vinnur aðgerðaáætlun gegn fátækt

MYND/GVA

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið verður að vinna aðgerðaáætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet velferðarkerfisins.

Fram kemur á vef ráðuneytisins að starfshópurinn eigi meðal annars að hafa hliðsjón af þeim aðgerðum sem lagðar voru til í skýrslum forsætisráðherra um fátækt á Íslandi og fátækt barna og hag þeirra sem lagðar voru fram á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Starfshópurinn á einnig að kanna skýrslur og rannsóknir sem unnar hafa verið á vegum hagsmunasamtaka, frjálsra félagasamtaka og sérfræðinga varðandi fátækt á Íslandi.

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er formaður nefndarinnar og á nefndin að skila ráðherra drögum að aðgerðaáætlun 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×