Fleiri fréttir

Ekki alvarleg slys á fólki á Kringlumýrarbraut

Ekki urðu alvarleg slys á fólki í sex bíla árekstri sem varð á Kringlumýrarbraut, til móts við Nesti í Fossvogi um hálfníuleytið í morgun. Talsvert tjón varð hins vegar á bílum.

Arfaslök karfaveiði

Karfavertíðin á Reykjaneshrygg fer illa af stað og eru þrír íslenskir frystitogarar af þeim fjórum, sem voru byrjaðir veiðar þar, hættir og farnir til veiða á heimaslóð. Þó nokkrir erlendir togarar eru á svæðinu rétt utan við 200 mílna lögsögumörkin og er afli þeirra sjálfsagt ekki meiri en íslensku togaranna, en þeir halda þó áfram að reyna fyrir sér á svæðinu þar sem þeir hafa ekki að öðrum veiðum að hverfa.

Sex bíla árekstur á Kringlumýrarbraut

Sex bílar lentu hver á öðrum á Kringlumýrarbraut um hálfníuleytið, til móts við Nesti í Fossvogi. Ekki er enn vitað um slys á fólki eða skemmdir á bílum. Krapi og hálka hefur verið á götum Reykjavíkur í morgun og erfitt færi fyrir bíla á sumar. Það sem af er morgni hafa sjö umferðaróhöpp verið tilkynnt til lögreglu í Reykjavík.

Vilja ræða Rúv frumvarpið í sumar

Fulltrúar Vinstri-grænna og Samfylkingar í menntamálanefnd hafa sent formanni nefndarinnar bréf þar sem farið er fram á að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur unnið á ný í sumar. Þá vilja þeir að kannað verði sérstaklega hvort Ríkisútvarpið verði gert að sjálfseignarstofnun og hvernig hægt sé að halda öllum kostum hlutafélagsformsins en sneiða af ókostina.

Unglingar á ofsaferð

Sautján ára unglingur var stöðvaður eftir að hafa ekið bíl sínum á 144 kílómetra hraða eftir Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöldi, þar sem hámarkshraði er sjötíu. Hann var því á meira en tvöföldum hámarkshraða og með aðeins tíu daga gamalt reynsluskírteini, sem hann missti umsvifalaust.

Sala fasteigna hrapar

Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu er í frjálsu falli aðra vikuna í röð og var minni í síðustu viku en í lægðinni miklu, í síðustu vikum janúarmánaðar.

Sjatnar í Skaftá

Talsvert er farið að sjatna efst í Skaftá en rennsli er enn mikið neðantil í ánni eins og á Kirkjubæjarklaustri. Vatnsmagnið efra er nú komið niður í um það bil 500 rúmmetra á sekúndu, sem jafngildir fyrra rennslismeti, enda var hlaupið nú, það stærsta hingað til.

Hálka á sumardaginn fimmta

Sumardagurinn fimmti rann upp alhvítur á höfuðborgarsvæðinu með jólasnjó á trjágreinum. Þetta kom mörgum ökumönnum í bobba í morgunsárið því nú er komið sumar samkvæmt almanakinu og nagladekkin almennt komin inn í bílskúra og geymslur.

Þjófsflótti á reiðhjóli

Innbrotsþjófur á stolnu reiðhjóli var gripinn glóðvolgur í Þingholtunum í Reykjavík í nótt, þrátt fyrir tilraun til að stinga lögregluna af. Hann var búinn að brjóta rúðu í íbúð við Þingholtsstræti þegar húsráðandi vaknaði, en við það kom styggð að þjófnum, en þó ekki meiri en svo að hann náði að stela reiðhjóli húsráðanda, sem geymt var utandyra. En allt kom fyrir ekki, lögreglumenn óku hann uppi og handtóku hann.

Hlaupið í Skaftá það allra stærsta

Vatnamælingamaður Orkustofnunar segist aldrei hafa séð eins mikið vatn í Eldvatni við Ása og í dag. Hlaupið í Skaftá hefur að öllum líkindum náð hámarki, en það er einstakt að ýmsu leyti. Þrýstingurinn sem myndaðist í eystri Skaftárkatli virðist hafa verið meiri nú en í öðrum hlaupum sem gerði það að verkum að vatnið braut sér leið í gegnum ísmassan og nánast sprengdi hann. Við það dreifðist hlaupið á stærra svæði, var mjög ákaft og hljóp meðal annars í Tungnaá.

Fréttablaðið fimm ára

Fréttablaðsmenn fagna í dag fimm ára afmæli blaðsins. Gunnar Smári Egilsson segir sterka stöðu þess nú ekki frábrugðna því sem hann hefði getað ímyndað sér þegar farið var af stað með blaðið.

Rúnar Helgi fékk þýðingarverðlaunin

Rúnar Helgi Vignisson hlaut í dag Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Barndómur eftir J.M. Coetzee. Rúnar Helgi tók við sigurlaununum úr hendi herra Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á Gljúfrasteini nú síðdegis.

Vilja auka val, gæði og árangur í þjónstu borgarinnar

Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu í morgun fjölskyldustefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Markmið hennar er að sögn frambjóðenda flokksins að auka val, gæði og árangur í þjónustu Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn kynntu líka niðurstöður viðhörfskönnunar sem bendir mjög eindregið til þess að borgarbúar vilji eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

Vill fresta skattalækkunum og stóriðju

Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið.

Vilja auka val, gæði og árangur

Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu í hádeginu fjölskyldustefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Markmið hennar er, -að sögn frambjóðenda flokksins, -að auka val, gæði og árangur í þjónustu Reykjavíkurborgar.

Hlaupið líklega búið að ná hámarki

Hlaupið í Skaftá nú er einstakt í söguni því þetta er fyrsta sinn sem hlaupið úr Skaftárkötlum hleypur fram á tveimur stöðum, í Skaftá og Tungnaá. Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings, þá virðist sem hlaupið hafi náð hámarki en við upphaf þess var krafturinn í hlaupinu svo mikill að vatnið sprautaðist upp úr sprungum á jöklinum.

Skemmdarverk unnin á bílum

Skemmdarverk voru unnin á sjö bílum við Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn í morgun. Rúður bílanna voru brotnar og rótað í bílunum en litlu ef einhverju stolið. Mikið var að gera hjá lögreglunni seinni hluta nætur og í morgun og á tímabili hafði lögregla vart undan.

Hálka á vegum

Hálka er víða á vegum fyrir vestan og norðan. Á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekkum er hálka og skafrenningur, hálkublettir eru á heiðum á Vesturlandi og hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og Norðausturlandi.

Mikill reykur en lítil hætta

Talsverðan reyk og brunalykt lagði yfir Fitjar í Reykjanesbæ í gær en engin hætta var á ferðum því vaskir slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja voru við æfingar í gamalli steypustöð.

Miklar skemmdir í eldsvoða

Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Grindavík rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Miklar skemmdir urðu á húsinu vegna elds og reyks en húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Skaftárhlaup eykst enn

Hlaupið í Skaftá heldur enn áfram að aukast. Sjálfvirkir mælar eru óvirkir en vatnsmælingamenn eru á leið að ánni til að meta stöðuna. Að sögn staðkunnugra er vatnselgurinn mikill og rennslið með því allra mesta sem gerist í Skaftárhlaupum.

Litlu flokkarnir sækja í sig veðrið

Sjálfstæðisflokkur tapar töluverðu fylgi og litlu flokkarnir sækja á í Reykjavík samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag.

Fréttablaðið í fimm ár

Fréttablaðið er fimm ára í dag. Á þessum stutta tíma hefur blaðið unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það er mest lesna dagblað á Íslandi, mikið notaður fjölmiðill sem frá upphafi hlaut góðar viðtökur lesenda þótt margir hafi haft uppi hrakspár um framtíð blaðsins fyrst eftir að blaðið hóf göngu sína.

Skerðir tengsl við félagsmenn

Tengsl verkalýðshreyfingarinnar við atvinnulausa félagsmenn sína rofna ef lagafrumvarp félagsmálaráðherra um atvinnuleysistryggingasjóð verður að lögum segir formaður Eflingar.

Enn vex hlaupið í Skaftá

Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt og er rennslið nú komið í tæpa 390 rúmmetra á sekúndu en búast má við að það fari í um 1400 rúmmetra þegar hlaupið nær hámarki í nótt eða fyrramálið. Rennslið hefur þrefaldast frá því hlaupið hófst í gærkvöldi.

Fyrsta keppni framhaldsskóla í ökuleikni

Fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í ökukeppni framhaldsskólanna fór fram í dag og tóku tólf ungmenni þátt. Þátttakendur óku í gegnum fjórar þrautir og réðust úrslit á ökuhraða í gegnum brautirnar og villufjölda.

Jón Ingi hættur hjá AFLi

Jón Ingi Kristjánsson er hættur sem formaður AFLs, Starfsgreinafélags Austurlands. Starfinu hafði hann gegnt frá því samtökin voru stofnuð fyrir rúmum fimm árum.

Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt

Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt og er rennslið í Eldvatni við Ása nú orðið tæpir 280 rúmmetrar á sekúndu.Hlaupið á upptök sín um 5-10 kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun.

Íbúðaverð hækkar um tvö prósent

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tæp tvö prósent í síðasta mánuði og hefur hækkað um rúm fjögur prósent fyrstu þrjá mánuði ársins.

Allt að fimmtungur yfir sjötugu með hjartadrep

Allt að fimmtungur fólks yfir sjötugu er með hjartadrep án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Þetta leiða rannsóknir Hjartaverndar í ljós. Samtökin hafa nú fengið ríflega 60 milljóna króna styrk til að kanna betur áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma fólks á efri árum.

Gengur 2000 kílómetra

Jón Eggert Guðmundsson ætlar að ganga rúmlega tvö þúsund kílómetra um strandvegi landsins í sumar og styrkja um leið Krabbameinsfélag Íslands.

Útlit fyrir stórt hlaup í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá og er útlit fyrir að það sé frekar stórt en vitað var að báðir katlarnir í Skaftárjökli voru orðnir fullir. Hlaupið á upptök sín um fimm til tíu kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun.

Fá gular númeraplötur

Farartæki sem mega nota gjaldfrjálsa litaða olíu verða í framtíðinni með öðruvísi númeraplötum en önnur farartæki. Samkvæmt reglugerð sem er í undirbúningi í samgönguráðuneytinu verða slík farartæki með gular númeraplötur með svörtum og brúnum stöfum.

Á ofsahraða með glænýtt skírteini

Piltur sem hefur verið með ökuskírteini í fjórtán daga var tekin á 141 kílómetra hraða á Miklubraut í Reykjavík klukkan sex í morgun. Hann verður sviptur ökuréttindum og á von á 50 þúsund króna sekt.

Hlaup hafið í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá og er útlit fyrir að það sé frekar stórt en vitað var að báðir katlarnir í Skaftárjökli voru orðnir fullir. Hlaupið á upptök sín um 5-10 kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun. Að sögn Oddsteins Kristjánssonar, bónda á Hvammi varð hann hljaupsins var snemma í morgun en síðan þá hefur það vaxið mikið.

Hlé eftir 38 tíma umræðu

Annarri umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag lauk um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.

Samningfundi lauk án sátta en tillaga þó lögð fram

Samningafundi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna kjaradeilu ófaglærðra stafsmanna á dvalarheimilum lauk nú á sjötta tímanum án þess að sættir næðust en svo virðist sem það þokist í samkomulagsátt. Að sögn Jóhanns Árnasonar, formanns SFH, var lögð fram tillaga á fundinum sem forsvarsmenn ófaglærðra ætla að skoða um helgina.

Hyggst leggja fram frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra

Frumvarp um bætta réttarstöðu samkynhneigðra verður væntanlega samþykkt fyrir þinglok í vor og jafnvel strax í næstu viku. Í því er ekki lagt til að trúfélög fái að gefa saman samkynhneigð pör en Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst leggja fram sérfrumvarp þar að lútandi þar sem hún telur þverpólitískan stuðning við það.

Hámarksökutaxti leigubifreiða afnuminn

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að hámarksökutaxti leigubifreiða skuli afnuminn um næstu mánaðamót. Búist er við að flestar leigubílastöðvar sæki um undanþágu til þess að hafa samræmda gjaldskrá fyrir sína bíla.

Maðurinn fundninn

Maðurinn sem leitað var að á Vatnajökli í dag eru fundinn. Hann komu sér sjálfur til byggða og hefur því fyrirhugaðri leit verið blásin af. Björgunarsveitir Landsbjargar grennsluðust eftir jeppa á Vatnajökli þar sem ekkert hafði heyrst í ökumanni hans frá hádegi en maðurinn var á leið frá Grímsfjöllum til Jökulheima en sneri við vegna slæms veðurs sem geisar enn. Jeppinn var vel búinn

Vill fjölga nýnemum í hjúkrun um fjörutíu á ári

Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands segir vilja til að fjölga þeim sem hefja nám í hjúkrunarfræði um fjörutíu á ári en til þess þurfi aukna fjárveitingu. Menntamálaráðherra segir fund ráðgerðan með heilbrigðisráðherra til að finna lausn á skorti á hjúkrunarfræðingum.

Minni eftirspurn áhrifaríkasta leiðin

Afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar telur minnkandi eftirspurn eftir fíkniefnum í fangelsum bestu leiðina til að minnka flæði þeirra inn í fangelsin. Hann segir aldrei hægt að útrýma fíkniefnum úr fangelsum, þar séu menn sem hafa sérhæft sig í smygli.

Hefði átt að hækka stýrivextina meira

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti allt of lítið undanfarið, vegna þess að bankinn hefur vanmetið ofhitnun hagkerfisins stórlega. Þetta segir hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Hækka verði stýrivexti áfram upp í topp ef takast eigi að sigrast á verðbólgunni.

Grennslast fyrir um jeppa á Vatnajökli

Björgunarsveitir Landsbjargar grennslast nú eftir jeppa á Vatnajökli þar sem ekkert hefur heyrst í ökumanni hans frá hádegi. Maðurinn var á leið frá Grímsfjöllum til Jökulheima en sneri við vegna slæms veðurs sem geisar enn. Jeppinn mun vera vel búinn og því hafa björgunarsveitir ekki enn farið á vettvang þar sem vitað er að það tekur lengri tíma en ella að aka leiðina.

Sjá næstu 50 fréttir