Innlent

Skaftárhlaup eykst enn

Hlaupið hefur færst í aukana síðan þessar myndir voru teknar í gær.
Hlaupið hefur færst í aukana síðan þessar myndir voru teknar í gær. MYND/NFS
Hlaupið í Skaftá heldur enn áfram að aukast. Sjálfvirkir mælar eru óvirkir en vatnsmælingamenn eru á leið að ánni til að meta stöðuna. Að sögn staðkunnugra er vatnselgurinn mikill og rennslið með því allra mesta sem gerist í Skaftárhlaupum.

Megna brennisteinslykt leggur frá ánni og vatn hefur flætt yfir tún á nokkrum stöðum og víða talsvert land. Bóndinn á Ytri Ásum sér ánna svo að segja út um eldhúsgluggan hjá sér. Hann segir mildi að lítið er í ánni , - en að þetta sé þegar orðið með allra stærstu vetrarhlaupum í Skaftá.

Enginn vegur er segja nákvæmlega til um rennslið í Skaftá núna, því vatnsmælar eru bilaðir, - að minnsta kosti við Ása. Vatnamælingamenn Orkustofnunar eru á leið austur til mælinga og á einnig að kanna ástand sjálfvirku mælanna.

Hlaupið í Skaftá nú er einstakt í söguni því þetta er fyrsta sinn sem hlaupið úr Skaftárkötlum hleypur fram á tveimur stöðum, í Skaftá og Tungnaá. Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings, þá var krafturinn í hlaupinu svo mikill að vatnið sprautaðist upp úr sprungum á jöklinum og því virðist hafa verið meiri ákafi í þessu hlaupi en vanalega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×