Innlent

Hefði átt að hækka stýrivextina meira

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti allt of lítið undanfarið, vegna þess að bankinn hefur vanmetið ofhitnun hagkerfisins stórlega.Þetta segir hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Hækka verði stýrivexti áfram upp í topp ef takast eigi að sigrast á verðbólgunni. Íslenska krónan hefur fallið um rúm þrjátíu prósent frá áramótum og verðbólga mælist nú fimm komma fimm prósent á ársgrundvelli, þremur prósentum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þórarinn Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabankans telur að bankinn verði að halda áfram að hækka stýrivexti. Það hafi sýnt sig að vaxtahækkanir Seðlabankans undanfarið hafi alls ekki verið nægar, meðal annars vegna þess að upplýsingar sem þær hafi byggt á hafi ekki reynst réttar.

Þórarinn er þeirrar skoðunar að stjórnvöld verði líka að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, með því að endurskoða stjóriðjustefnuna og auknar lánaheimildir Íbúðalánasjóðs. Forsætisráðherra sagði hins vegar á þriðjudaginn að stjórnvöld myndu ekki grípa til sérstakra aðgerða vegna verðbólgunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×