Innlent

Mikill reykur en lítil hætta

Talsverðan reyk og brunalykt lagði yfir Fitjar í Reykjanesbæ í gær en engin hætta var á ferðum því vaskir slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja voru við æfingar í gamalli steypustöð.

Þar logaði glatt um tíma. Um er að ræða árlega hefð hjá Brunavörnum Suðurnesja fyrir því sem menn þar á bæ kalla „Langan laugardag" en hann byggir á heilsdags æfingu. Í þetta sinn eru keyrðar æfingar sem taka á flestum verkþáttum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna en aðaláherslan á æfingunni er lögð á reykköfun og reyklosun. Þegar æfingunni lauk var húsnæðið svo látið brenna til grunna en rústir þess verða rifnar í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×