Innlent

Fyrsta keppni framhaldsskóla í ökuleikni

Fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í ökukeppni framhaldsskólanna fór fram í dag og tóku tólf ungmenni þátt. Þátttakendur óku í gegnum fjórar þrautir og réðust úrslit á ökuhraða í gegnum brautirnar og villufjölda.

Auk þess þurftu þeir að svara spurningum sem reyndu á kunnáttu þeirra á umferðarreglum.

Erla Steinþórsdóttir, Verkmenntaskólanum á Akureyri, sigraði í kvennaflokki og Kristinn Arnar Svavarsson, Menntaskólanum í Reykjavík, í karlaflokki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×