Innlent

Fá gular númeraplötur

Farartæki sem mega nota gjaldfrjálsa litaða olíu verða í framtíðinni með öðruvísi númeraplötum en önnur farartæki. Samkvæmt reglugerð sem er í undirbúningi í samgönguráðuneytinu verða slík farartæki með gular númeraplötur með svörtum og brúnum stöfum.

Breytingin er hugsuð til að draga úr líkum á að aðrir noti álögufrjálsa olíu en þeir sem það mega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×