Fleiri fréttir

Vinnsla hefst aftur í vikunni

Vinnsla hefst á ný á morgun eða á fimmtudag í frystihúsi Fossvíkur á Breiðdalsvík en það skemmdist töluvert í eldi fyrir rúmri viku.

Kemur til greina að segja upp varnarsamningnum

Forsætisráðherra segir vel geta komið til greina að segja varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna upp en að minnsta kosti þurfi að endurskoða hann. Þetta sagði hann á fundi í Stapanum í gærkvöldi. Forsætisráðherra sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvædastjóra Atlandshafsbandalagsins, telja nauðsynlegt að hafa viðbúnað á Íslandi.

Fjögurra bíla árekstur í Svínahrauni

Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka eftir fjögurra bíla árekstur í Svínahrauni í gærkvöldi. Tengivagn á bíl bilaði með þeim afleiðingum að fólksbíll sem kom á eftir fór út af þegar ökumaðurinn reyndi að stöðva bíl sinn og valt.

Vörubíll skorðaðist fastur undir brú

Vörubíll skorðaðist fastur undir brúnni á Kársnesbraut við Nýbýlaveg um áttaleytið í gærkvöldi þegar bílstjóri vörubifreiðarinnar keyrði undir brúna með pallinn uppi. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan ökutækið var losað en til þess þurfti stórvirk tæki.

Engar tillögur borist um varnir landsins

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði á fundi í Stapanum í kvöld að engar tillögur hefðu borist um hvað koma ætti í stað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Í samtali við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdarstjóra Nató sagði de Hoop Scheffer að nauðsynlegt væri að hafa sama viðbúnað á Íslandi og verið hefur og með skuldbindingum Atlantshafsbandalagsins og Íslands gagnvart hvort öðru mætti segja að Bandaríkjaher sé hluti af viðbúnaði alls bandalagsins.

Ekki bara eymd í Afríku

Homo, félag mannfræðinema, stendur nú fyrir fyrirlestraröð til að kynna heimsálfuna Afríku í allri sinni litadýrð og margbreytileika. Erna María Jensdóttir, formaður félags mannfræðinema segir fyrirlestraröðina tilkomna vegna ranghugmynda margra Íslendinga um Afríku.

Ríkisstörfum hefur fækkað í sumum skattumdæmum

Störfum á vegum ríkisins hefur fækkað töluvert í sumum skattumdæmum á síðustu átta árum sem er þvert á áætlanir ríkisstjórnarinnar. Á þetta benti þingmaður Frjálslynda flokksins í umræðum á Alþingi í dag og vildi draga Valgerði Sverrisdóttur ráðherra byggðamála til ábyrgðar. Hún sagði hins vegar málið ekki á sinni könnu.

Vinnsla hefst á ný í Breiðdalsvík

Vinnsla hefst á ný á miðvikudag eða fimmtudag í frystihúsi Fossvíkur á Breiðdalsvík en það skemmdist töluvert í eldi fyrir rétt rúmri viku. Að sögn Ríkharðs Jónssonar, framkvæmdastjóra Fossvíkur, verða störf jafnmörg í frystihúsinu eftir sem áður.

Húsfyllir í Borgarleikhúsi á kyninngu Draumalandinu

Húsfyllir var í Borgarleikhúsinu í kvöld þar Andri Snær Magnason rithöfundur kynnti nýja bók sína, Draumalandið. Bókin, sem hefur undirtitilinn Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, hefur þegar vakið töluvert umtal þrátt fyrir að hún hafi fyrst komið út í dag.

Ekki útilokað að hér verði herþotur

Björn Bjarnason segir enn gríðarlega mikilvægt að á Íslandi séu öflugar loftvarnir og að ekki sé búið að útiloka að hér verði herþotur í framtíðinni. Þetta kom fram á málþingi félags stjórnmálafræðinga í Háskóla Íslands í dag.

Landhelgisgæslan í lykilhlutverki

Atburðir síðustu daga hafa dregið úr trausti milli Íslendinga og Bandaríkjamanna að sögn Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra. Hann sagði að Atlantshafsbandalagið þyrfti að vinna að því með Íslendingum að endurskapa það traust og að það væri grundvallaratriði að Bandaríkjamenn gæfi ákveðin svör við því hvaða skref þeir sjá fyrir sér að tekin verði næst. Halldór sagði ennfremur að nú þegar Ísland yfirtekur starfsemina á Keflavíkurflugvelli og þyrlubjörgunarsveitina þá myndi Landhelgisgæslan gegna þar lykilhlutverki og hugsanlega myndi starfsemi hennar færast alfarið yfir til Keflavíkur.

Ekkert eftirlit með vélaolíukaupum

Ekkert eftirlit er með því hverjir kaupa vinnuvélaolíu og í hvaða tilgangi en slík olía er rúmlega 43% ódýrari en dieselolían. Yfir 18 sölustaðir á höfuðborgarsvæðinu selja slíka olíu í sjálfsölum sínum. Eftir að þungaskatturinn var færður af bifreiðum og yfir á dieselolíuverð hafa verið einvher brögð að því að menn kaupi vinnuvélaolíu í stað diesel.

Festist undir brú

Vörubíll, sem var á leið austur eftir Kársnesbraut festist undir landbrúnni við Hafnarfjarðarveg og þurfti að loka veginum á meðan lögregla losaði bílinn. Engin slys urðu á fólki en bíllinn eyðilagðist talsvert.

Ljóst í febrúar að vellinum yrði lokað

Bandaríkjastjórn ætlar ekki að verja neinu fé til herstöðvarinnar í Keflavík frá 1. október á þessu ári. Samkvæmt heimildum NFS var þetta vitað strax í byrjun febrúar - og var ástæðan fyrir fundi samninganefnda Íslands og Bandaríkjanna í þeim mánuði.

Fá ekki linsur til að víkka sjónsvið barna án augasteina

Hálft stöðugildi og þrjár milljónir króna í stofnkostnað er allt sem þarf til að bæta verulega lífsgæði um þrjátíu augasteinslausra einstaklinga hér á landi. Íslenska ríkið hefur ekki treyst sér til þess að veita þeim sambærilega þjónustu við þá, sem er annarsstaðar á Norðurlöndunum, en þar býðst þeim að fá linsur í stað þykkra gleraugna, sem takmarka sjónsvið þeirra.

Samstarf sem hljómar vel

FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að FL Group mun styrkja hljómsveitina um 40 milljónir íslenskra króna. Verða þær reiddar af hendi á næstu fjórum árum.

Heimili öldruðum sæmandi

Kópavogsbær og Hrafnistuheimilin hafa samið um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða sem byggja á þeirri hugmyndafræði að fólk haldi mannlegri reisn, þrátt fyrir háan aldur eða bága heilsu. Heimilisfólkið heldur tekjum sínum og greiðir sjálft hefðbundin útgjöld en hið opinbera fyrir hjúkrun og aðhlynningu.

Orkuveita Reykjavíkur tilbúin að útvega orku í Helguvík

Álversframkvæmdir gætu hafist í Helguvík þegar á næsta ári. Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur hefur tilkynnt forsætisráðherra að Orkuveitan geti komið að orkusölu til stóriðju á Suðurnesjum mun fyrr en áður var talið.

Alcoa segist ekki framleiða hergögn

Alcoa hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Andra Snæs Magnasonar í fréttum NFS í gærkvöld. Þar hafna forsvarsmenn fyrirtækisins því að það sé í hergagnaframleiðslu en viðurkenna að þeir framleiði einstaka hluti úr áli sem notaðir séu við smíði Tomahawk-flugskeyta.

Faldi fíkniefni undir mælaborði bíls

Þrjú kíló af hassi og tæplega 47 grömm af kókaíni fundust við tollaeftirlit við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þan sjöunda þessa mánaðar. Fíkniefnin voru falin í rörbúti inn undir mælaborði bíls og í tveimur slökkvitækjum. Ökumaðurinn, sem er pólskur, kom í ferjuna í Danmörku og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. mars næstkomandi.

Sjávarútvegsráðherra heimsækir Bretland

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsækir Humberside-svæðið í Bretlandi á morgun og hinn þar sem hann sér starfsemi íslenskra fyrirtækja þar, fiskmarkaði, hittir kaupendur íslenskra sjávarafurða og á fund með borgarstjórum bæði Grimsby og Hull.

Ráðherrar sagðir pukrast

Stjórnarliðar voru sakaðir um pukur á Alþingi í dag vegna umræðu um brotthvarf varnarliðsins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, sagði þá hafa hannað atburðarásina á miðvikudag þegar tilkynnt var um ákvörðun Bandaríkjamanna að kalla herinn á brott. Því neitaði forsætisráðherra.

Fundi Bush og Scheffers lokið

Fundi Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra Atlandshafsbandalagsins, með Bush Bandaríkjaforseta er lokið í Hvíta húsinu í Washington. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var meðal annars á dagskrá fundarins. Forsetinn og framkvæmdastjórinn minntust hins vegar ekkert á Ísland, þegar þeir hittu blaðamenn að fundinum loknum.

Hóteluppbygging geti skapað á annað hundrað störf

Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eru einhuga um að taka á þeim málum sem upp koma í framhaldi af því varnarliðið dregur mikið úr starfsemi sinni á næstu mánuðum með tilheyrandi uppsögnum. Bæjarstjórinn í Grindavík bendir á að hægt sé að ráðast í byggingu hótels við Bláa lóðin sem skapað geti á annað hundrað störf.

Heimasíða héraðsdóma opnuð

Dómstólaráð hefur opnað heimasíðu þar sem framvegis verður hægt að nálgast á einum stað dagskrár allra héraðsdómstóla í landinu og flesta dóma og úrskurði sem kveðnir eru upp hjá dómstólunum.

Fundur stendur yfir

Fundur Jaap de Hoop Scheaffer, framkvæmdastjóra Atlandshafsbandalagsins, með Bush Bandaríkjaforseta stendur nú yfir í Hvíta húsinu í Washington. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna er meðal annars á dagskrá á fundinum.

Ræðu ráðherra breytt eftir á?

Andri Snær Magnason rithöfundur segir að ræðu sem iðnaðarráðherra hafi flutt á Iðnþingi á síðasta ári hafi verið breytt eftir á á heimasíðu ráðuneytisins. Aðstoðarmaður ráðherra vísar þessu á bug.

FL Group styrkir Sinfóníuna

FL Group ætlar að styrkja Sinfóníuhljómsveit Íslands um 10 milljónir króna á ári, næstu fjögur árin. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi FL Group og Sinfóníunnar í hádeginu.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu

Hafin er atkvæðagreiðsla um sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna, sem yrði aðili að Alþýðusambandi Íslands, en ekki Samiðn.

Fagna hugmynd forsætisráðherra

Sameiginlegur fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Atvinnuráðs sambandsins fagnar þeirri hugmynd forsætisráðherra að skipuð verði samráðsnefnd ríkis og sveitarstjórnar á Suðurnesjum sem vinni að viðbrögðum við brotthvarfi flugsveita varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli.

Hægt á íslensku víkingaskipunum

Verulega hefur hægt á íslensku víkingaskipunum en þau virðast þó ekki hafa orðið fyrir varanlegu tjóni, segir meðal annars í ítarlegri grein breska blaðsins Sunday Telegraph um íslenskt efnahagslíf, og birt var í gær.

Sjúkraflugum fjölgar

Rúmlega ellefu hundruð manns voru fluttir með sjúkraflugi til og frá Reykjavíkruflugvelli í fyrra, sem er fjölgun um fjögur hundruð frá árinu áður. Þetta kom fram í svari samgönguráðhera við fyrirspurn á Alþingi. Þar kemur einnig fram að miklar sveiflur eru í þessum flutningum milli ára og var óvenju mikið um sjúkraflug í fyrra. Lang flestir sjúklingar, sem fluttir eru til Reykjavíkur, eru lagðir inn á Landsspítalann.

Intrum innheimtir fyrir Borgarbókasafnið

Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur samið við innheimtufyrirtækið Intrum um að hafa uppi á þeim sem láta undir höfuð leggjast að skila bókasafnsbókum. Bókasafnsbækur má hafa að láni í mánuð en tíu króna dagsektir bætast ofan á ef farið er fram yfir þann tíma.

Áfengi í vörslu lögreglu

Allt áfengi af barnum á veitingahúsinu Kaffi Láru á Seyðisfirði, hefur verið í vörslu lögreglu síðan á föstudagskvöld og vistað í læstum fangaklefa, að fyrirmælum sýslumanns.

Nýtt fiskvinnslufyrirtæki Samherja í Grimsby

Nýtt fiskvinnslufyrirtæki í eigu Samherja, mun taka til starfa í Grimsby í Bretlandi á næstunni og á það að heita Ice Fresh Seafood. Aukast þá enn umsvif íslendinga á Humbersvæðinu í Bretlandi, en talið er að þar búi nú um 200 íslendingar sem hafi fjölda Breta í vinnu.

Ökumaður ölvaður

Vitni telja það mildi að ekki hlaust stór slys af, þegar ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Kringlumýrarbraut á níunda tímanum í gærkvöldi. Bíllinn lenti utan í vegriði á milli akbrautanna og braut það niður á að minnstakosti tuttugu metra kafla uns hann nam staðar, stór skemmdur. Ökumaður tók þá til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi. Kalla þurfti á slökkvilið til að hreinsa olíu og bensín úr bílnum, á vettvangi.

Pálmi Haraldsson kaupir Hekla Travel

Pálmi Haraldsson, sem á sínum tíma keypti dönsku flugfélögin Mersk og Sterling og seldi FL Group, hefur keypt dönsku ferðaskrifstofuna Hekla Travel.

Hagvöxtur 5,5% á síðasta ári

Hagvöxtur hér á landi var 5,5% á síðasta ári. Frá þessu er greint í vefriti fjármálaráðuneytisins í morgun en tekið er fram að talan geti breyst þegar Hagstofan fær frekari gögn til að vinna úr.

Meiddist á hrygg eftir vélsleðaslys

Kona meiddist á hrygg þegar hún datt af vélsleða uppi á Langjökli síðdegis í gær. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og tókst áhöfn hennar að lenda á jöklinum, þrátt fyrir vont skyggni. Flogið var með konuna á slysadeild Landsspítalans og reyndist hún minna meidd en óttast var. Eftir rannsóknir og aðhlynningu fékk hún að fara heim.

Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra

Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum.

Sjá næstu 50 fréttir