Innlent

FL Group styrkir Sinfóníuna

Frá kynningarfundi í dag.
Frá kynningarfundi í dag.

FL Group ætlar að styrkja Sinfóníuhljómsveit Íslands um 10 milljónir króna á ári, næstu fjögur árin. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi FL Group og Sinfóníunnar í hádeginu.

Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir styrkinn koma sér vel þegar nýtt tónlsitarhús hefur risið í Reykjavík. Hann segir styrkinn að hluta verða notaðan til að kynna hljómsveitina fyrir ungu fólki. Hugsanlega er um að ræða stærsta menningarstyrk úr hendi einkafyrirtækis sem um getur hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×