Innlent

Sjávarútvegsráðherra heimsækir Bretland

MYND/Róbert

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsækir Humberside-svæðið í Bretlandi á morgun og hinn þar sem hann sér starfsemi íslenskra fyrirtækja þar, fiskmarkaði, hittir kaupendur íslenskra sjávarafurða og á fund með borgarstjórum bæði Grimsby og Hull.

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytin segir að í Í Bretlandi sé langstærsti einstaki markaður íslenskra sjávarafurða og hafi Grimsby og Hull löngum skipað veigamikinn sess í útflutningsviðskiptum Íslendinga. Þá fari umsvif íslenskra fyrirtækja vaxandi þar um þessar mundir.

Á fimmtudag verða haldnir í Lundúnum fundir með Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, Bill Wiggin, skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins í sjávarútvegsmálum, og að lokum hittir Einar K. Guðfinnsson þingmenn sem eiga rætur að rekja til sjávarplássa víðs vegar um Bretland og láta sjávarútvegsmál sig miklu varða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×